Frían mat í grunnskóla Kópavogs Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2022 07:31 Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Grunnskólar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun