Friðarviðræður báru engan árangur og óljóst hvort haldið verði áfram á morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. mars 2022 12:00 Viðræðurnar voru haldnar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Erdogan Tyrklandsforseti ávarpaði sendinefndirnar í upphafi fundarins. ap Friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi stóðu stutt í morgun. Þar var möguleikinn á vopnahléi ræddur og öryggistryggingar Úkraínu ræddar. Ekkert kom út úr fundinum og er óljóst hvort sendinefndir landanna haldi áfram að funda á morgun. Það andaði köldu milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna og tókst meðlimir þeirra ekki í hendur þegar þeir mættu til fundar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í tæpar þrjár vikur sem sendinefndirnar hittast í persónu til að reyna að semja um frið. Erdogan Tyrklandsforseti tók á móti og bauð þær velkomnar á fundinn. Hann sagði það í þeirra höndum að stöðva hörmungar stríðsins. „Það er öllum í hag að koma á vopnahléi og friði eins fljótt og auðið er. Við teljum að við séum komin að þeim tímapunkti þar sem við verðum að ná fram raunverulegum árangri með viðræðunum,“ sagði Erdogan þegar hann ávarpaði sendinefndirnar. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem er einna þekktastur fyrir að eiga enska knattspyrnuliðið Chelsea, var mættur á fundinn í morgun en hlutverk hans í viðræðunum er óljóst. Í gær var greint frá því að bæði Abramovich og þrír meðlimir Úkraínsku sendinefndarinnar sem mættu til friðarviðræðna í byrjun mánaðarins teldu að eitrað hefði verið fyrir sér þar. Hlutverk Abramovich í viðræðunum er óljóst en hann virðist áfjáður í að koma á friði. EPA-EFE/ANTHONY ANEX Eftir fundinn urðu þeir veikir, fór að svíða í augun og húðin að flagna af andliti og höndum þeirra. Áður en viðræðurnar hófust í dag beindi utanríkisráðherra Úkraínu því til allra viðstaddra að forðast það að drekka og borða þar og reyna að sleppa því að snerta yfirborð hluta. Enn langt í land Þrátt fyrir bjartsýni Erdogans Tyrklandsforseta við upphaf fundarins eru vestrænir stjórnmálagreinendur ekki eins vongóðir um að nefndirnar nái saman á næstunni. Enn er langt á milli þeirra; Pútín Rússlandsforseti er sagður fastur á því að bakka ekki með herlið sitt án þess að fá nokkuð af landsvæði Úkraínumanna í staðinn en Úkraínumenn segjast staðráðnir í því að láta ekkert af landi sínu af hendi. Peter Ricketts, fyrrum fulltrúi Breta í NATO, ræddi við erlenda fjölmiðla um viðræðurnar í morgun. Hann sagði afstöðu Úkraínumanna til NATO eða Evrópusambandsins ekki lykilmál í viðræðunum nú. „Aðalatriðið er hvað verði um svæðin sem rússneski herinn hefur þegar náð stjórn á. Ég hef ekki trú á því að Pútín sé tilbúinn að láta af hendi svæði eins og Mariupol þegar hann hefur náð tökum á þeim,“ sagði Ricketts. Peter Ricketts sagðist mjög skeptískur á að Pútín myndi sætta sig við að láta það landsvæði sem hann hefur unnið aftur af hendi.ap Pattstaða í stríðinu Borgin Mariupol hefur verið umsetin af Rússum nánast frá upphafi innrásarinnar og virðist nú við það að falla. Að öðru leyti virðist alger pattstaða komin upp í stríðinu. Rússar hafa lítið sem ekkert náð að sækja fram síðustu daga og Úkraínumenn náð einhverju af svæði sínu til baka. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Hernaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Það andaði köldu milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna og tókst meðlimir þeirra ekki í hendur þegar þeir mættu til fundar í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Þetta er í fyrsta skipti í tæpar þrjár vikur sem sendinefndirnar hittast í persónu til að reyna að semja um frið. Erdogan Tyrklandsforseti tók á móti og bauð þær velkomnar á fundinn. Hann sagði það í þeirra höndum að stöðva hörmungar stríðsins. „Það er öllum í hag að koma á vopnahléi og friði eins fljótt og auðið er. Við teljum að við séum komin að þeim tímapunkti þar sem við verðum að ná fram raunverulegum árangri með viðræðunum,“ sagði Erdogan þegar hann ávarpaði sendinefndirnar. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem er einna þekktastur fyrir að eiga enska knattspyrnuliðið Chelsea, var mættur á fundinn í morgun en hlutverk hans í viðræðunum er óljóst. Í gær var greint frá því að bæði Abramovich og þrír meðlimir Úkraínsku sendinefndarinnar sem mættu til friðarviðræðna í byrjun mánaðarins teldu að eitrað hefði verið fyrir sér þar. Hlutverk Abramovich í viðræðunum er óljóst en hann virðist áfjáður í að koma á friði. EPA-EFE/ANTHONY ANEX Eftir fundinn urðu þeir veikir, fór að svíða í augun og húðin að flagna af andliti og höndum þeirra. Áður en viðræðurnar hófust í dag beindi utanríkisráðherra Úkraínu því til allra viðstaddra að forðast það að drekka og borða þar og reyna að sleppa því að snerta yfirborð hluta. Enn langt í land Þrátt fyrir bjartsýni Erdogans Tyrklandsforseta við upphaf fundarins eru vestrænir stjórnmálagreinendur ekki eins vongóðir um að nefndirnar nái saman á næstunni. Enn er langt á milli þeirra; Pútín Rússlandsforseti er sagður fastur á því að bakka ekki með herlið sitt án þess að fá nokkuð af landsvæði Úkraínumanna í staðinn en Úkraínumenn segjast staðráðnir í því að láta ekkert af landi sínu af hendi. Peter Ricketts, fyrrum fulltrúi Breta í NATO, ræddi við erlenda fjölmiðla um viðræðurnar í morgun. Hann sagði afstöðu Úkraínumanna til NATO eða Evrópusambandsins ekki lykilmál í viðræðunum nú. „Aðalatriðið er hvað verði um svæðin sem rússneski herinn hefur þegar náð stjórn á. Ég hef ekki trú á því að Pútín sé tilbúinn að láta af hendi svæði eins og Mariupol þegar hann hefur náð tökum á þeim,“ sagði Ricketts. Peter Ricketts sagðist mjög skeptískur á að Pútín myndi sætta sig við að láta það landsvæði sem hann hefur unnið aftur af hendi.ap Pattstaða í stríðinu Borgin Mariupol hefur verið umsetin af Rússum nánast frá upphafi innrásarinnar og virðist nú við það að falla. Að öðru leyti virðist alger pattstaða komin upp í stríðinu. Rússar hafa lítið sem ekkert náð að sækja fram síðustu daga og Úkraínumenn náð einhverju af svæði sínu til baka.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Hernaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira