Fyrstu raunhæfu skrefin stigin í átt til friðar í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2022 20:01 Vladimir Medinsky aðstoðarmaður Purtins og Davyd Arakhamia leiðtogi flokks Zelenskyys fyrir friðarfund ríkjanna í Tyrklandi í morgun. AP/úkraínska utanríkisráðuneytið Nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Sjö óbreyttir borgarar féllu í árás á stjórnarbyggingu í Mykolaiv í dag og fjöldi manns særðist. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglits í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Zelenskyys Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Zelenskyys forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundöll fyrir fundi forsetans með Putin Rússlandsforseta. Mykhailo Podolyak ráðgjafi forseta Úkraínu (fyrir miðri mynd) segir tíu punkta friðartillögur Úkraínumanna skapa grundvöll til leiðtogafundar milli Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu og Vladimirs Putin forseta Rússlands.AP/Emrah Gure „Aðeins verður hægt að undirrita yfirlýsingu um tryggt öryggi eftir að vopnahlé kemst á og allar hersveitir Rússa hopa til þeirra svæða sem þeir voru á fyrir 23. febrúar 2022," sagði Podolyak eftir fundinn. Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa. Á fundinum sögðust Rússar ætla að draga úr árásum sínum á Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta Úkraínu og einbeita sér að Donbashéraði í austurhluta landsins. Þeir gerðu þó sprengjuárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv í suðurhluta landsins í dag. Dimitri Pletienchuk upplýsingafultrúi héraðsstjórnarinnar segir að enn sé verið að leita að fólki í rústunum. „Sjö féllu og 22 særðust í árásinni. Hinir særðu voru sendir á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra," segir upplýsingafulltrúinn. Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa. „Þá höfum við rætt að á þessum fimmtán árum þegar viðræður um framtíð Krím fara fram, verði engar hernaðaraðgerðir í gangi í landinu," segir Podolyak. Úkraínskir hermenn standa fyrir framan höfuðstöðvar héraðsstjórnarinnar í borginni Mykolaiv sem Rússar sprengdu í morgun.AP/Petros Giannakouris Í friðartillögu Úkraínumanna er gert ráð fyrir að hópur annarra þjóða verði ábyrgðaraðilar friðarsamnings þannig að ef til átaka komi geti þessar þjóðir útvegað Úkraínu vopn. Engar heræfingar fari fram án samþykkis þessara þjóða. Þessi ákvæði nái þó ekki til Krím, Sevastopol og Donbas. Evrópuríki í hópnum mæli með aðild Úkraínu að Evrópusambandinu. Annar fundur hefur verið boðaður í Tyrklandi á morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. 29. mars 2022 13:14 Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. 28. mars 2022 23:17 Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglits í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Zelenskyys Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Zelenskyys forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundöll fyrir fundi forsetans með Putin Rússlandsforseta. Mykhailo Podolyak ráðgjafi forseta Úkraínu (fyrir miðri mynd) segir tíu punkta friðartillögur Úkraínumanna skapa grundvöll til leiðtogafundar milli Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu og Vladimirs Putin forseta Rússlands.AP/Emrah Gure „Aðeins verður hægt að undirrita yfirlýsingu um tryggt öryggi eftir að vopnahlé kemst á og allar hersveitir Rússa hopa til þeirra svæða sem þeir voru á fyrir 23. febrúar 2022," sagði Podolyak eftir fundinn. Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa. Á fundinum sögðust Rússar ætla að draga úr árásum sínum á Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta Úkraínu og einbeita sér að Donbashéraði í austurhluta landsins. Þeir gerðu þó sprengjuárás á stjórnarbyggingu í borginni Mykolaiv í suðurhluta landsins í dag. Dimitri Pletienchuk upplýsingafultrúi héraðsstjórnarinnar segir að enn sé verið að leita að fólki í rústunum. „Sjö féllu og 22 særðust í árásinni. Hinir særðu voru sendir á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra," segir upplýsingafulltrúinn. Þá muni fara fram þjóðaratkæðagreiðsla um alla samninga landanna. Úkraínumenn bjóða einnig að málefni innlimunar Rússa á Krímskaga og Sevastopol verði sett á salt í 15 ár til tvíhliða viðræðna við Rússa. „Þá höfum við rætt að á þessum fimmtán árum þegar viðræður um framtíð Krím fara fram, verði engar hernaðaraðgerðir í gangi í landinu," segir Podolyak. Úkraínskir hermenn standa fyrir framan höfuðstöðvar héraðsstjórnarinnar í borginni Mykolaiv sem Rússar sprengdu í morgun.AP/Petros Giannakouris Í friðartillögu Úkraínumanna er gert ráð fyrir að hópur annarra þjóða verði ábyrgðaraðilar friðarsamnings þannig að ef til átaka komi geti þessar þjóðir útvegað Úkraínu vopn. Engar heræfingar fari fram án samþykkis þessara þjóða. Þessi ákvæði nái þó ekki til Krím, Sevastopol og Donbas. Evrópuríki í hópnum mæli með aðild Úkraínu að Evrópusambandinu. Annar fundur hefur verið boðaður í Tyrklandi á morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. 29. mars 2022 13:14 Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. 28. mars 2022 23:17 Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. 29. mars 2022 13:14
Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. 28. mars 2022 23:17
Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent