Flugu vísvitandi inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 16:49 Tvær orrustuþotur af gerðinni Su-24 eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn þegar þeim var flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Getty/Sefa Karacan Rússneskar orrustuþotur sem flogið var inn í lofthelgi Svíþjóðar í byrjun mánaðarins báru kjarnorkuvopn. Með þessu eru Rússar sagðir hafa viljað ógna Svíum en um þetta leyti var verið að tala um aukinn áhuga á NATO-aðild í Svíþjóð og Finnlandi. Í frétt TV4 Nyheterna segir að tvær af þotunum fjórum hafi verið með kjarnorkuvopn og að þeim hafi verið vísvitandi flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Þeim hafi verið flogið inn í lofthelginni austur af Gotalandi í um mínútu. Samkvæmt TV4 var fjórum þotum flogið frá Kalingrad við Eystrasaltshafið. Tvær þeirra voru af gerðinni Sukhoi 24 og hinar tvær voru Sukhoi 27. Það voru þær fyrrnefndu sem sagðar eru hafa borið kjarnorkuvopn. Svíþjóð er ekki í Atlantshafsbandlaginu og um þetta leyti voru að berast fregnir af því að almenningur þar og í Finnlandi væri meira hlynntur aðild að NATO. Þann 25. febrúar hótaði María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, „hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“ ef Svíar og Finnar myndu sækja um aðild. Sjá einnig: Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Í samtali við TV4 vildi yfirmaður flughers Svíþjóðar ekki staðfesta að þoturnar hefðu borið kjarnorkuvopn en sagði ljóst að þeim hefði vísvitandi verið flogið inn í sænska lofthelgi. Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn.Flugher Svíþjóðar Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Carl-Johan Edström, yfirmanni flughers Svíþjóðar, að Svíar hafi enga ástæðu til að örvænta. Ef yfirvöld teldu aukna ógn beinast að ríkinu væri varað við því. Hann neitaði að segja til um hvernig vopn orrustuþoturnar hefðu borið. Þá segir SVT að yfirvöld í Svíþjóð hafi kallað sendiherra Rússlands á teppið í kjölfar atviksins. Svíþjóð Rússland Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Í frétt TV4 Nyheterna segir að tvær af þotunum fjórum hafi verið með kjarnorkuvopn og að þeim hafi verið vísvitandi flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Þeim hafi verið flogið inn í lofthelginni austur af Gotalandi í um mínútu. Samkvæmt TV4 var fjórum þotum flogið frá Kalingrad við Eystrasaltshafið. Tvær þeirra voru af gerðinni Sukhoi 24 og hinar tvær voru Sukhoi 27. Það voru þær fyrrnefndu sem sagðar eru hafa borið kjarnorkuvopn. Svíþjóð er ekki í Atlantshafsbandlaginu og um þetta leyti voru að berast fregnir af því að almenningur þar og í Finnlandi væri meira hlynntur aðild að NATO. Þann 25. febrúar hótaði María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, „hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“ ef Svíar og Finnar myndu sækja um aðild. Sjá einnig: Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Í samtali við TV4 vildi yfirmaður flughers Svíþjóðar ekki staðfesta að þoturnar hefðu borið kjarnorkuvopn en sagði ljóst að þeim hefði vísvitandi verið flogið inn í sænska lofthelgi. Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn.Flugher Svíþjóðar Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Carl-Johan Edström, yfirmanni flughers Svíþjóðar, að Svíar hafi enga ástæðu til að örvænta. Ef yfirvöld teldu aukna ógn beinast að ríkinu væri varað við því. Hann neitaði að segja til um hvernig vopn orrustuþoturnar hefðu borið. Þá segir SVT að yfirvöld í Svíþjóð hafi kallað sendiherra Rússlands á teppið í kjölfar atviksins.
Svíþjóð Rússland Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira