Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2022 13:33 Guðmundur var í framboði fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út af þingi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Aðsend Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. „Ég er náttúrlega gamall fréttahundur og fann það bara mjög sterkt að forvitnin er það sterk í mér og ég er ekki alveg búinn að klára mig í þessum fréttamannabransa, þannig að þegar þessi möguleiki kom upp þá kitlaði það bara of mikið til að sleppa því,“ segir hann í samtali við Vísi. Forveri Guðmundar var Helgi Vífill Júlíusson en honum var sagt upp störfum á miðvikudag. „Ég er bara gríðarlega spenntur og ég held að maður eigi alltaf að fylgja hyggjuvitinu og kviðnum, og ég fann það bara þegar ég labbaði inn á þessa kröftugu fréttastofu að þarna á ég heima,“ segir Guðmundur. Þurfi að læra blaðamennsku á ný Guðmundur vonast til Markaðurinn muni undir hans leiðsögn fjalla um viðskipti og efnahagsmál á mannamáli og á hátt sem fólk tengi við og skilji. „Ég kem inn í gríðarlega sterkt teymi og þau þurfa eiginlega að kenna mér á blaðamennsku því ég kem af ljósvakamiðli en hef fulla trú á því að við eigum bara eftir að mynda öflugt teymi og stunda hörkublaðamennsku.“ Auk þess að vinna fréttir fyrir Fréttablaðið og vef blaðsins er Markaðurinn með sjónvarpsþátt á systurmiðlinum Hringbraut. Guðmundur var nálægt því að vera kjörinn á þing fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út á lokametrunum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hann kærði endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en hafði ekki erindi sem erfiði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Hörður Ægisson hafi verið forveri Guðmundar en hið rétta er að Helgi Vífill Júlíusson gegndi síðast stöðu fréttastjóra. Fjölmiðlar Vistaskipti Viðreisn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 „Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
„Ég er náttúrlega gamall fréttahundur og fann það bara mjög sterkt að forvitnin er það sterk í mér og ég er ekki alveg búinn að klára mig í þessum fréttamannabransa, þannig að þegar þessi möguleiki kom upp þá kitlaði það bara of mikið til að sleppa því,“ segir hann í samtali við Vísi. Forveri Guðmundar var Helgi Vífill Júlíusson en honum var sagt upp störfum á miðvikudag. „Ég er bara gríðarlega spenntur og ég held að maður eigi alltaf að fylgja hyggjuvitinu og kviðnum, og ég fann það bara þegar ég labbaði inn á þessa kröftugu fréttastofu að þarna á ég heima,“ segir Guðmundur. Þurfi að læra blaðamennsku á ný Guðmundur vonast til Markaðurinn muni undir hans leiðsögn fjalla um viðskipti og efnahagsmál á mannamáli og á hátt sem fólk tengi við og skilji. „Ég kem inn í gríðarlega sterkt teymi og þau þurfa eiginlega að kenna mér á blaðamennsku því ég kem af ljósvakamiðli en hef fulla trú á því að við eigum bara eftir að mynda öflugt teymi og stunda hörkublaðamennsku.“ Auk þess að vinna fréttir fyrir Fréttablaðið og vef blaðsins er Markaðurinn með sjónvarpsþátt á systurmiðlinum Hringbraut. Guðmundur var nálægt því að vera kjörinn á þing fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út á lokametrunum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hann kærði endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en hafði ekki erindi sem erfiði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Hörður Ægisson hafi verið forveri Guðmundar en hið rétta er að Helgi Vífill Júlíusson gegndi síðast stöðu fréttastjóra.
Fjölmiðlar Vistaskipti Viðreisn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 „Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
„Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47