Hundrað dollara gerviseðill vekur furðu í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2022 14:23 Að sögn Björns Berg fóru þau hjá Íslandsbanka í það að kanna málið og niðurstaðan er sú að nánast ómögulegt er að annað eins og það að maður hafi fengið gerviseðil í hendur frá bankanum hafi getað hafa átt sér stað. vísir/vilhelm/skjáskot Ómögulegt er að ganga úr skugga um hvaðan 100 dollara gerviseðill kemur en íslenskur ferðalangur telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur við gjaldeyriskaup í Íslandsbanka. Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar. Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar.
Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira