Réðst á konu eftir aðgerð og veittist svo að föður hennar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2022 15:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Norðurlandi eystra sætir þriggja mánaða nálgunarbanni en hann er grunaður um að hafa beitt konu ofbeldi eftir að hún gekkst undir aðgerð. Þegar faðir konunnar reyndi að tala um fyrir manninum er hann sagður hafa veist að föðurnum. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum. Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum.
Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira