Strætó miður sín vegna Klapp-vandamála Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 20:30 Hafnað - Enginn gildur miði. Skjámynd sem hefur komið upp hjá allt of mörgum sem eru í raun með gildan miða vegna bilunar í Klapp-kerfinu. vísir Nýtt greiðslukerfi Strætó hefur farið brösuglega af stað og mörgum verið meinaður aðgangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betrumbótum strax í næstu viku. Þessi leiðinlegi rauði fýlukall, sem sést á skjánum í strætó á myndinni hér að ofan, hefur síðustu vikurnar hrellt marga farþega strætó sem reyna að greiða fyrir far sitt í gegn um nýja greiðslukerfið - Klapp. Kerfið var innleitt fyrir síðustu jól en hefur ekki farið alveg nógu vel af stað. „Nei, nei það er alveg rétt. Við höfum átt í ákveðnum erfiðleikum með þetta. Við getum sagt kannski bæði óvæntum og væntum vegna þess að þetta er gríðarlega mikil breyting,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes segir nýja uppfærslu á Klapp á leiðinni. Nú þegar sé búið að leysa stærstu vandamálin.Strætó Allt of mörg tilfelli þar sem fólki er ekki hleypt um borð Og viðskiptavinir hafa látið í sér heyra. Fjöldi fólks hefur kvartað yfir nýja kerfinu og gagnrýnt það á samfélagsmiðlum - gagnrýni sem Jóhannes segir að hafi náð eyrum Strætó. Klapp appið var ekki forritað, það var copy/paste-að upp úr dagbók Satans.Og af hverju er "Hvar er strætó" hætt að virka í gamla appinu?Vill @straetobs ég fái mér annan einkabíl?— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 16, 2022 „Já, já. Við höfum heyrt af fullt af óánægju og skiljum það bara mjög vel. Og erum svo sem bara miður okkar að þetta hafi ekki bara gengið svona einn, tveir og þrír. En þetta er svona það sem gerist kannski stundum í þessum stóru hugbúnaðarverkefnum og mjög flóknu,“ segir Jóhannes. Nokkur vandamál hafi komið upp eftir að kerfið var tekið í notkun. Sambandsleysi margra skanna í strætisvögnum varð til þess að stundum lásu þeir ekki farmiðann. Samvkæmt upplýsingum frá strætó voru tilfellin allt frá örfáum til um tuttugu á dag á tímabili þar sem skannarnir lásu ekki kort fólks, sem áttu þó að vera góð og gild. Jóhannes segir að því hafi því verið beint til bílstjóra að leyfa viðskiptavinum að njóta vafans í þeim tilfellum. „En það komu samt upp nokkuð mörg tilfelli þar sem vagnstjórinn hleypti viðkomandi ekki um borð eða óskaði eftir að hann yfirgæfi vagninn. Því miður. En þetta gerist. Þetta er stór hópur, það eru margir á ferðinni en sem betur fer eru þetta ekkert allt of mörg tilfelli en kannski allt of mörg,“ segir Jóhannes. Betrumbætt app í næstu viku En það er ekki bara sambandsleysi og almennir gallar sem fara í taugarnar á fólki. Að mati margra farþega vantar nefnilega ýmislegt í appið. Þar er ekki hægt að leita að ferð eða fylgjast með strætóferðum í rauntíma. Strætó lofar þó bót á þessu, jafnvel strax eftir helgi. „Leiðarvísirinn kemur inn í appið og appið á að virka betur. Það hefur einnig verið svona smá vandamál með það,“ segir Jóhannes. Jóhannes á því ekki von á öðru en að fólk geti farið að klappa eðlilega með strætó á allra næstu dögum. Fjallað var um Klapp þegar nýja greiðslukerfið var tekið upp í vetur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan: Samgöngur Strætó Tækni Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þessi leiðinlegi rauði fýlukall, sem sést á skjánum í strætó á myndinni hér að ofan, hefur síðustu vikurnar hrellt marga farþega strætó sem reyna að greiða fyrir far sitt í gegn um nýja greiðslukerfið - Klapp. Kerfið var innleitt fyrir síðustu jól en hefur ekki farið alveg nógu vel af stað. „Nei, nei það er alveg rétt. Við höfum átt í ákveðnum erfiðleikum með þetta. Við getum sagt kannski bæði óvæntum og væntum vegna þess að þetta er gríðarlega mikil breyting,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes segir nýja uppfærslu á Klapp á leiðinni. Nú þegar sé búið að leysa stærstu vandamálin.Strætó Allt of mörg tilfelli þar sem fólki er ekki hleypt um borð Og viðskiptavinir hafa látið í sér heyra. Fjöldi fólks hefur kvartað yfir nýja kerfinu og gagnrýnt það á samfélagsmiðlum - gagnrýni sem Jóhannes segir að hafi náð eyrum Strætó. Klapp appið var ekki forritað, það var copy/paste-að upp úr dagbók Satans.Og af hverju er "Hvar er strætó" hætt að virka í gamla appinu?Vill @straetobs ég fái mér annan einkabíl?— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 16, 2022 „Já, já. Við höfum heyrt af fullt af óánægju og skiljum það bara mjög vel. Og erum svo sem bara miður okkar að þetta hafi ekki bara gengið svona einn, tveir og þrír. En þetta er svona það sem gerist kannski stundum í þessum stóru hugbúnaðarverkefnum og mjög flóknu,“ segir Jóhannes. Nokkur vandamál hafi komið upp eftir að kerfið var tekið í notkun. Sambandsleysi margra skanna í strætisvögnum varð til þess að stundum lásu þeir ekki farmiðann. Samvkæmt upplýsingum frá strætó voru tilfellin allt frá örfáum til um tuttugu á dag á tímabili þar sem skannarnir lásu ekki kort fólks, sem áttu þó að vera góð og gild. Jóhannes segir að því hafi því verið beint til bílstjóra að leyfa viðskiptavinum að njóta vafans í þeim tilfellum. „En það komu samt upp nokkuð mörg tilfelli þar sem vagnstjórinn hleypti viðkomandi ekki um borð eða óskaði eftir að hann yfirgæfi vagninn. Því miður. En þetta gerist. Þetta er stór hópur, það eru margir á ferðinni en sem betur fer eru þetta ekkert allt of mörg tilfelli en kannski allt of mörg,“ segir Jóhannes. Betrumbætt app í næstu viku En það er ekki bara sambandsleysi og almennir gallar sem fara í taugarnar á fólki. Að mati margra farþega vantar nefnilega ýmislegt í appið. Þar er ekki hægt að leita að ferð eða fylgjast með strætóferðum í rauntíma. Strætó lofar þó bót á þessu, jafnvel strax eftir helgi. „Leiðarvísirinn kemur inn í appið og appið á að virka betur. Það hefur einnig verið svona smá vandamál með það,“ segir Jóhannes. Jóhannes á því ekki von á öðru en að fólk geti farið að klappa eðlilega með strætó á allra næstu dögum. Fjallað var um Klapp þegar nýja greiðslukerfið var tekið upp í vetur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan:
Samgöngur Strætó Tækni Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00