Hver fékk bankann okkar gefins? Drífa Snædal skrifar 1. apríl 2022 22:30 Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Ágóðann má svo nota til hinna ýmsu verkefna og þar hafa stjórnmálamenn ekki sparað loforðin í gegnum tíðina. Sala símans átti að fjármagna Sundabraut og helst líka hátæknisjúkrahús. Síðan eru liðin sautján ár. Hvorugt er orðið að veruleika en einkavæðing á grunninnviðum Íslands hefur aukið við gróða hinna fáu, hinna íslensku ólígarka. Lítið sem ekkert viðnám er að finna í stjórnmálunum, línan milli hægri og vinstri er orðin svo óljós að stundum er eins og einstaklingum hafi verið skipt handahófskennt milli flokka. Það hlýtur að vera lágmarks krafa almennings að vita hver fékk að kaupa eignir okkar, hvar þær enda og hver græðir á millileikjunum. Svo væri líka þjóðráð að stjórnvöld færu að vilja almennings sem hefur lýst afgerandi andstöðu sinni við sölu í könnunum. Í fyrstu hrinu var „almenningi“ gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en auðvitað átti almenningur ekkert færi á því, þannig að hlutabréfin – og gróðinn sem fékkst samstundis af þeim – fóru til þeirra sem áttu hundruð þúsunda á lausu. Ókeypis peningar fyrir þá sem eiga og þeir þurfa ekki einu sinni að borga sama skatt af þeim og launafólkið sem hefur bara vinnu sína að selja. En nú virðist eiga að koma eignarhlutum í „réttar“ hendur og þá þarf að hafa hraðann á og viðhafa sem minnsta umræðu og sem minnst gagnsæi. Í vikunni var fjármálaáætlun líka kynnt og var lítið um stórtíðindi þar. Mörg ríki endurskoða nú fjármálaáætlanir og fjárlög til að bregðast við straumi flóttafólks frá Úkraínu en sú umræða er ekki einu sinni hafin hér á landi. Til að hægt sé að bregðast við á sómasamlegan hátt og koma í veg fyrir mikil vandræði til framtíðar þarf nauðsynlega að styrkja félagskerfin okkar verulega. Hér þarf húsnæði og stuðning, undirbúning fyrir skólastarf og íþróttastarf barna. Þetta reddast ekki bara. Ég kalla eftir áætlun um hvernig við getum staðið við okkar siðferðislegu skyldur með sem vönduðustum hætti nú þegar stríð geysar í Evrópu og sér ekki fyrir endann á því. Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni að vistráðningar, eða Au-pair, er barn síns tíma. Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum fengið of mörg hræðileg mál inn á borð til okkar sem tengjast vistráðningum til að réttlæta tilvist þessa fyrirkomulags. Þótt vissulega eigi fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar góða reynslu af vistráðningum, þá nægir það ekki til að réttlæta hættuna á misnotkun sem í þessu ráðningaformi felst. Mál sem til okkar rata eru hrein og klár mansalsmál – mál þar sem fólk er gert út í launalausa vinnu við ömurlegar aðstæður. Nýlegar fréttir um unga konu frá Filippseyjum sem lendir í slíkum aðstæðum og að auki fullkomnu skilningsleysi kerfisins staðfestir þetta. Í meira en áratug hefur verið bent á að eigi vistráðningar áfram að vera við lýði þurfi með þeim virkt eftirlitskerfi. Þrátt fyrir fyrirheit hefur ekkert orðið af því. Nú er mál að linni. Góða helgi. Höfundur er formaður Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Stéttarfélög Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Ágóðann má svo nota til hinna ýmsu verkefna og þar hafa stjórnmálamenn ekki sparað loforðin í gegnum tíðina. Sala símans átti að fjármagna Sundabraut og helst líka hátæknisjúkrahús. Síðan eru liðin sautján ár. Hvorugt er orðið að veruleika en einkavæðing á grunninnviðum Íslands hefur aukið við gróða hinna fáu, hinna íslensku ólígarka. Lítið sem ekkert viðnám er að finna í stjórnmálunum, línan milli hægri og vinstri er orðin svo óljós að stundum er eins og einstaklingum hafi verið skipt handahófskennt milli flokka. Það hlýtur að vera lágmarks krafa almennings að vita hver fékk að kaupa eignir okkar, hvar þær enda og hver græðir á millileikjunum. Svo væri líka þjóðráð að stjórnvöld færu að vilja almennings sem hefur lýst afgerandi andstöðu sinni við sölu í könnunum. Í fyrstu hrinu var „almenningi“ gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en auðvitað átti almenningur ekkert færi á því, þannig að hlutabréfin – og gróðinn sem fékkst samstundis af þeim – fóru til þeirra sem áttu hundruð þúsunda á lausu. Ókeypis peningar fyrir þá sem eiga og þeir þurfa ekki einu sinni að borga sama skatt af þeim og launafólkið sem hefur bara vinnu sína að selja. En nú virðist eiga að koma eignarhlutum í „réttar“ hendur og þá þarf að hafa hraðann á og viðhafa sem minnsta umræðu og sem minnst gagnsæi. Í vikunni var fjármálaáætlun líka kynnt og var lítið um stórtíðindi þar. Mörg ríki endurskoða nú fjármálaáætlanir og fjárlög til að bregðast við straumi flóttafólks frá Úkraínu en sú umræða er ekki einu sinni hafin hér á landi. Til að hægt sé að bregðast við á sómasamlegan hátt og koma í veg fyrir mikil vandræði til framtíðar þarf nauðsynlega að styrkja félagskerfin okkar verulega. Hér þarf húsnæði og stuðning, undirbúning fyrir skólastarf og íþróttastarf barna. Þetta reddast ekki bara. Ég kalla eftir áætlun um hvernig við getum staðið við okkar siðferðislegu skyldur með sem vönduðustum hætti nú þegar stríð geysar í Evrópu og sér ekki fyrir endann á því. Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni að vistráðningar, eða Au-pair, er barn síns tíma. Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum fengið of mörg hræðileg mál inn á borð til okkar sem tengjast vistráðningum til að réttlæta tilvist þessa fyrirkomulags. Þótt vissulega eigi fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar góða reynslu af vistráðningum, þá nægir það ekki til að réttlæta hættuna á misnotkun sem í þessu ráðningaformi felst. Mál sem til okkar rata eru hrein og klár mansalsmál – mál þar sem fólk er gert út í launalausa vinnu við ömurlegar aðstæður. Nýlegar fréttir um unga konu frá Filippseyjum sem lendir í slíkum aðstæðum og að auki fullkomnu skilningsleysi kerfisins staðfestir þetta. Í meira en áratug hefur verið bent á að eigi vistráðningar áfram að vera við lýði þurfi með þeim virkt eftirlitskerfi. Þrátt fyrir fyrirheit hefur ekkert orðið af því. Nú er mál að linni. Góða helgi. Höfundur er formaður Alþýðusambands Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun