Hver fékk bankann okkar gefins? Drífa Snædal skrifar 1. apríl 2022 22:30 Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Ágóðann má svo nota til hinna ýmsu verkefna og þar hafa stjórnmálamenn ekki sparað loforðin í gegnum tíðina. Sala símans átti að fjármagna Sundabraut og helst líka hátæknisjúkrahús. Síðan eru liðin sautján ár. Hvorugt er orðið að veruleika en einkavæðing á grunninnviðum Íslands hefur aukið við gróða hinna fáu, hinna íslensku ólígarka. Lítið sem ekkert viðnám er að finna í stjórnmálunum, línan milli hægri og vinstri er orðin svo óljós að stundum er eins og einstaklingum hafi verið skipt handahófskennt milli flokka. Það hlýtur að vera lágmarks krafa almennings að vita hver fékk að kaupa eignir okkar, hvar þær enda og hver græðir á millileikjunum. Svo væri líka þjóðráð að stjórnvöld færu að vilja almennings sem hefur lýst afgerandi andstöðu sinni við sölu í könnunum. Í fyrstu hrinu var „almenningi“ gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en auðvitað átti almenningur ekkert færi á því, þannig að hlutabréfin – og gróðinn sem fékkst samstundis af þeim – fóru til þeirra sem áttu hundruð þúsunda á lausu. Ókeypis peningar fyrir þá sem eiga og þeir þurfa ekki einu sinni að borga sama skatt af þeim og launafólkið sem hefur bara vinnu sína að selja. En nú virðist eiga að koma eignarhlutum í „réttar“ hendur og þá þarf að hafa hraðann á og viðhafa sem minnsta umræðu og sem minnst gagnsæi. Í vikunni var fjármálaáætlun líka kynnt og var lítið um stórtíðindi þar. Mörg ríki endurskoða nú fjármálaáætlanir og fjárlög til að bregðast við straumi flóttafólks frá Úkraínu en sú umræða er ekki einu sinni hafin hér á landi. Til að hægt sé að bregðast við á sómasamlegan hátt og koma í veg fyrir mikil vandræði til framtíðar þarf nauðsynlega að styrkja félagskerfin okkar verulega. Hér þarf húsnæði og stuðning, undirbúning fyrir skólastarf og íþróttastarf barna. Þetta reddast ekki bara. Ég kalla eftir áætlun um hvernig við getum staðið við okkar siðferðislegu skyldur með sem vönduðustum hætti nú þegar stríð geysar í Evrópu og sér ekki fyrir endann á því. Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni að vistráðningar, eða Au-pair, er barn síns tíma. Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum fengið of mörg hræðileg mál inn á borð til okkar sem tengjast vistráðningum til að réttlæta tilvist þessa fyrirkomulags. Þótt vissulega eigi fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar góða reynslu af vistráðningum, þá nægir það ekki til að réttlæta hættuna á misnotkun sem í þessu ráðningaformi felst. Mál sem til okkar rata eru hrein og klár mansalsmál – mál þar sem fólk er gert út í launalausa vinnu við ömurlegar aðstæður. Nýlegar fréttir um unga konu frá Filippseyjum sem lendir í slíkum aðstæðum og að auki fullkomnu skilningsleysi kerfisins staðfestir þetta. Í meira en áratug hefur verið bent á að eigi vistráðningar áfram að vera við lýði þurfi með þeim virkt eftirlitskerfi. Þrátt fyrir fyrirheit hefur ekkert orðið af því. Nú er mál að linni. Góða helgi. Höfundur er formaður Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Stéttarfélög Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Ágóðann má svo nota til hinna ýmsu verkefna og þar hafa stjórnmálamenn ekki sparað loforðin í gegnum tíðina. Sala símans átti að fjármagna Sundabraut og helst líka hátæknisjúkrahús. Síðan eru liðin sautján ár. Hvorugt er orðið að veruleika en einkavæðing á grunninnviðum Íslands hefur aukið við gróða hinna fáu, hinna íslensku ólígarka. Lítið sem ekkert viðnám er að finna í stjórnmálunum, línan milli hægri og vinstri er orðin svo óljós að stundum er eins og einstaklingum hafi verið skipt handahófskennt milli flokka. Það hlýtur að vera lágmarks krafa almennings að vita hver fékk að kaupa eignir okkar, hvar þær enda og hver græðir á millileikjunum. Svo væri líka þjóðráð að stjórnvöld færu að vilja almennings sem hefur lýst afgerandi andstöðu sinni við sölu í könnunum. Í fyrstu hrinu var „almenningi“ gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en auðvitað átti almenningur ekkert færi á því, þannig að hlutabréfin – og gróðinn sem fékkst samstundis af þeim – fóru til þeirra sem áttu hundruð þúsunda á lausu. Ókeypis peningar fyrir þá sem eiga og þeir þurfa ekki einu sinni að borga sama skatt af þeim og launafólkið sem hefur bara vinnu sína að selja. En nú virðist eiga að koma eignarhlutum í „réttar“ hendur og þá þarf að hafa hraðann á og viðhafa sem minnsta umræðu og sem minnst gagnsæi. Í vikunni var fjármálaáætlun líka kynnt og var lítið um stórtíðindi þar. Mörg ríki endurskoða nú fjármálaáætlanir og fjárlög til að bregðast við straumi flóttafólks frá Úkraínu en sú umræða er ekki einu sinni hafin hér á landi. Til að hægt sé að bregðast við á sómasamlegan hátt og koma í veg fyrir mikil vandræði til framtíðar þarf nauðsynlega að styrkja félagskerfin okkar verulega. Hér þarf húsnæði og stuðning, undirbúning fyrir skólastarf og íþróttastarf barna. Þetta reddast ekki bara. Ég kalla eftir áætlun um hvernig við getum staðið við okkar siðferðislegu skyldur með sem vönduðustum hætti nú þegar stríð geysar í Evrópu og sér ekki fyrir endann á því. Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni að vistráðningar, eða Au-pair, er barn síns tíma. Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum fengið of mörg hræðileg mál inn á borð til okkar sem tengjast vistráðningum til að réttlæta tilvist þessa fyrirkomulags. Þótt vissulega eigi fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar góða reynslu af vistráðningum, þá nægir það ekki til að réttlæta hættuna á misnotkun sem í þessu ráðningaformi felst. Mál sem til okkar rata eru hrein og klár mansalsmál – mál þar sem fólk er gert út í launalausa vinnu við ömurlegar aðstæður. Nýlegar fréttir um unga konu frá Filippseyjum sem lendir í slíkum aðstæðum og að auki fullkomnu skilningsleysi kerfisins staðfestir þetta. Í meira en áratug hefur verið bent á að eigi vistráðningar áfram að vera við lýði þurfi með þeim virkt eftirlitskerfi. Þrátt fyrir fyrirheit hefur ekkert orðið af því. Nú er mál að linni. Góða helgi. Höfundur er formaður Alþýðusambands Íslands.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun