Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 12:39 Hörmungarnar koma betur og betur í ljós eftir því sem Úkraínumenn vinna meira af landsvæði sínu til baka. Getty/Alexey Furman Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá. Svona lýsir kona úr litlum bæ nærri borginni Chernihiv því sem gerðist þar á allra fyrstu dögum innrásarinnar eftir að Rússar höfðu náð stjórn á svæðinu. Aftaka mannanna sex segir hún hafa verið algerlega tilhæfulausa – þeir voru almennir borgarar. Hún lýsir atvikinu í samtali við alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, sem hefur síðustu daga tekið viðtöl við íbúa þeirra svæða í Úkraínu sem Rússar hafa stjórnað. Rússneski herinn hefur horfið frá stóru svæði í norðri og virðist ætla að einbeita sér að austurhluta landsins. Mynd tekin í bæ nærri Chernihiv í gær. Leyfum af sprengjum hefur verið safnað saman í hrúgur við hreinsunarstarf í bænum.getty/metin aktas Samtökin segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Úkraínumenn beina reiði sinni að rússneskum almenningi Rætt var við Karl Júlíusson, starfsmann Alþjóða-Rauða krossins í Sprengisandi í morgun. Hann var nýkominn frá Úkraínu eftir þriggja vikna dvöl þar og lýsti því hvernig andúð Úkraínumanna á Rússum hefur farið vaxandi. „Maður upplifir mjög sterkt þetta - ég ætla ekki að segja hatur - en þessar sterku tilfinningar í garð Rússa og rússnesks almennings í sjálfu sér,“ sagði Karl. Hann sagði þannig Úkraínumenn ekki aðeins beina andúð sinni gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og flestir Vesturlandabúar. „Þegar fólk er þarna í miðju stríði að missa ættingja og vini og annað að þá að sjálfsögðu verða tilfinningar mjög svona beittari,“ sagði Karl. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Hjálparstarf Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá. Svona lýsir kona úr litlum bæ nærri borginni Chernihiv því sem gerðist þar á allra fyrstu dögum innrásarinnar eftir að Rússar höfðu náð stjórn á svæðinu. Aftaka mannanna sex segir hún hafa verið algerlega tilhæfulausa – þeir voru almennir borgarar. Hún lýsir atvikinu í samtali við alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, sem hefur síðustu daga tekið viðtöl við íbúa þeirra svæða í Úkraínu sem Rússar hafa stjórnað. Rússneski herinn hefur horfið frá stóru svæði í norðri og virðist ætla að einbeita sér að austurhluta landsins. Mynd tekin í bæ nærri Chernihiv í gær. Leyfum af sprengjum hefur verið safnað saman í hrúgur við hreinsunarstarf í bænum.getty/metin aktas Samtökin segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Úkraínumenn beina reiði sinni að rússneskum almenningi Rætt var við Karl Júlíusson, starfsmann Alþjóða-Rauða krossins í Sprengisandi í morgun. Hann var nýkominn frá Úkraínu eftir þriggja vikna dvöl þar og lýsti því hvernig andúð Úkraínumanna á Rússum hefur farið vaxandi. „Maður upplifir mjög sterkt þetta - ég ætla ekki að segja hatur - en þessar sterku tilfinningar í garð Rússa og rússnesks almennings í sjálfu sér,“ sagði Karl. Hann sagði þannig Úkraínumenn ekki aðeins beina andúð sinni gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og flestir Vesturlandabúar. „Þegar fólk er þarna í miðju stríði að missa ættingja og vini og annað að þá að sjálfsögðu verða tilfinningar mjög svona beittari,“ sagði Karl.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Hjálparstarf Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira