Í tilkynningu segir að Miðflokkurinn bjóði fram lista með yfirskriftinni „Miðflokkurinn – Fyrir lifandi bæ“.
„Listann skipar fólk á öllum aldri. Uppstillinganefnd Miðflokksins í Mosfellsbæ lagði fram nýjan lista fyrir stjórn deildarinnar í Mosfellsbæ sem samþykkti hann og á opnum deildarfundi félagsins í Listasal Mosfellsbæjar 24. mars síðastliðinn og var hann samþykktur þar. Síðar var hann tekinn fyrir í stjórn Kjördæmafélags Miðflokksins og samþykktur samhljóða.
Oddviti listans er Sveinn Óskar Sigurðsson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ. Örlygur Þór Helgason kennari og varabæjarfulltrúi flokksins skipar annað sætið, Sara Hafbergsdóttir, rekstarstjóri þriðja og fjórða sætið skipar Helga Diljá Jóhannsdóttir dýralæknir.
Á síðasta deildarfundi félasins var kynnt stefnan sem byggist á eftirfarandi: (1) Börn og barnafólk í forgrunn. Stórefla á mennta- og íþróttamál í bænum. (2) Fólk í forgang, ekki á biðlista. Unnið verður að raunverulegri farsæld og velferð fyrir öll börn, fatlaða, öryrkja og eldri borgara. (3) Sundabraut í forgang. (4) Skipulagsmál og stjórnsýsla gerð skilvirk. (5) Urðun hætt í Álfsnesi. (6) Fjármál sveitarfélagsins tekin til skoðunar. (7) Þéttingastefnan endurskoðuð. (8) Öryggi bæjarbúa eflt og umhverfið sett í öndvegi,“ segir í tilkynningunni.
Sjá má listann í heild sinni að neðan:
- Sveinn Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, bæjarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason, kennari, varabæjarfulltrúi
- Sara Hafbergsdóttir, rekstrarstjóri
- Helga Diljá Jóhannsdóttir, dýralæknir
- Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir, menntaskóla- og flugnemi
- Linda Björk Stefánsdóttir, matráður
- Lára Þorgeirsdóttir, kennari
- Þorleifur Andri Harðarson, flotastjóri
- Jón Pétursson, skipstjóri
- Kristján Þórarinsson, fv ráðherrabílstjóri og eftirlaunaþegi
- Friðbert Bragason, viðskiptafræðingur
- Þorlákur Ásgeir Pétursson, bóndi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
- Herdís Kristín Sigurðardóttir, hrossaræktandi
- Bjarki Þór Þórisson, nemandi
- Jón Þór Ólafsson, bifreiðastjóri
- Jón Richard Sigmundsson, verkfræðingur
- Ólöf Högnadóttir, snyrtifræðingur
- Margrét Jakobína Ólafsdóttir, félagsliði
- Hlynur Hilmarsson, bifreiðastjóri
- Magnús Jósefsson, verktaki
- Sigurrós Indriðadóttir, bóndi