Fær 21 milljón frá Sjóvá eftir bílslys Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 21:01 Konan fær 21 milljón króna í bætur frá Sjóvá. Vísir/Vilhelm Sjóvá hefur verið dæmt að greiða konu, sem lenti í árekstri árið 2017, 21 milljón króna í bætur. Konan varð fyrir töluverðu líkamstjóni, varanlegur miski hennar metinn 20 stig og varanleg örorka hennar 15 prósent. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn 31. mars, að konan hafi í júní 2020 krafist þess að Sjóvá greiddi henni tilteknar skaðabætur í samræmi við niðurstöður matsmanna. Meðal þess sem hún krafðist var að uppgjör sakaðbóta fyrir varanlega örorku tækju mið af meðallaunum félagsmanna í ákveðinni starfsgrein, sem ekki er nánar tiltekin, sem lokið hefðu grunnnámi. Konan hafði verið í námi árin 2014 og 2015 og taldi hún því ekki að hægt væri að meta árslaun hennar út frá síðustu þremur árum fyrir slysið. Sjóvá sendi lögmanni konunnar tillögu að uppgjöri í júlí 2020 þar sem fallist var á kröfu um árslaunaviðmið að öðru leyti en því að það var lækkað um 10% þar sem konan hafði aðeins haft 90% vinnugetu fyrir slysið. Ástæða þess var sú að konan hafði lent í öðru umferðarslysi árið 2009 og var varanlegur miski vegna þess metinn 10 stig og varanleg örorka 10%. Konan taldi það ekki eiga stoð eða heimild í skaðabótalögum og benti á að langur tími hafi liðið milli slysanna tveggja. Hún hafi í millitíðinni lokið stúdentsprófi og BS gráðu og unnið ýmis störf. Ekkert benti til að umferðarslysið 2009 kæmi til með að hafa áhrif á að tekjur hennar yrðu 10% lægri eins og Sjóvá vildi meina. Vann með námi og var í fullu starfi þrátt fyrir örorku Þá benti hún á að í matsgerð matsmanna frá júní 2020 er sérstaklega tekið tillit til afleiðinga fyrra slyssins við mat á varanlegri örorku hennar af völdum slyssins 2017. Þar komi fram að slysið árið 2017 hefði ekki komið til hefði konan nýtt vinnugetu sína til starfa á vinnumarkaði en horft sé til þþess að hún hafi skerta vinnugetu sem nemi meintum afleiðingum fyrra slyssins. Matsmenn hafi þar með haft hliðsjón af skertri starfsgetu hennar þegar þeir lögðu mat á varanlega örorku hennar af völdum umferðarslyssins 2017. Afleiðingar fyrra slyssins hafi því ekki haft áhrif á umfang metinnar varanlegrar örorku og ákvörðun árslauna við mat á uppgjöri skaðabóta vegna seinna slyssins. Tekið er fram í niðurstöðu dómsins að á milli fyrra og seinna slyssins hafi konan lokið stúdenstprófi og BS-gráðu og hafi hún unnið samhliða námi og í fullu starfi á tíabilinu. Að mati dómsins sé ósannað að afleiðingar slyssins árið 2009 hafi hamlað vinnufærni hennar þegar slysið varð árið 2017 svo að draga beri frá launaviðmiði 10% vegna áður metinnar örorku. Dómurinn féllst því á það að rétt sé að viðmiðunarlaun til útreiknings skaðabótum í málinu verðu óskert meðallaun félagsmanna í starfsgrein hennar árið 2017 sem lokið hefðu grunnnámi. Þá hafnar dómurinn því að konan hafi ekki sýnt fram á að þau viðmiðunarlaun séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur stefnanda en það viðmið sem Sjóvá vildi notast við. Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn 31. mars, að konan hafi í júní 2020 krafist þess að Sjóvá greiddi henni tilteknar skaðabætur í samræmi við niðurstöður matsmanna. Meðal þess sem hún krafðist var að uppgjör sakaðbóta fyrir varanlega örorku tækju mið af meðallaunum félagsmanna í ákveðinni starfsgrein, sem ekki er nánar tiltekin, sem lokið hefðu grunnnámi. Konan hafði verið í námi árin 2014 og 2015 og taldi hún því ekki að hægt væri að meta árslaun hennar út frá síðustu þremur árum fyrir slysið. Sjóvá sendi lögmanni konunnar tillögu að uppgjöri í júlí 2020 þar sem fallist var á kröfu um árslaunaviðmið að öðru leyti en því að það var lækkað um 10% þar sem konan hafði aðeins haft 90% vinnugetu fyrir slysið. Ástæða þess var sú að konan hafði lent í öðru umferðarslysi árið 2009 og var varanlegur miski vegna þess metinn 10 stig og varanleg örorka 10%. Konan taldi það ekki eiga stoð eða heimild í skaðabótalögum og benti á að langur tími hafi liðið milli slysanna tveggja. Hún hafi í millitíðinni lokið stúdentsprófi og BS gráðu og unnið ýmis störf. Ekkert benti til að umferðarslysið 2009 kæmi til með að hafa áhrif á að tekjur hennar yrðu 10% lægri eins og Sjóvá vildi meina. Vann með námi og var í fullu starfi þrátt fyrir örorku Þá benti hún á að í matsgerð matsmanna frá júní 2020 er sérstaklega tekið tillit til afleiðinga fyrra slyssins við mat á varanlegri örorku hennar af völdum slyssins 2017. Þar komi fram að slysið árið 2017 hefði ekki komið til hefði konan nýtt vinnugetu sína til starfa á vinnumarkaði en horft sé til þþess að hún hafi skerta vinnugetu sem nemi meintum afleiðingum fyrra slyssins. Matsmenn hafi þar með haft hliðsjón af skertri starfsgetu hennar þegar þeir lögðu mat á varanlega örorku hennar af völdum umferðarslyssins 2017. Afleiðingar fyrra slyssins hafi því ekki haft áhrif á umfang metinnar varanlegrar örorku og ákvörðun árslauna við mat á uppgjöri skaðabóta vegna seinna slyssins. Tekið er fram í niðurstöðu dómsins að á milli fyrra og seinna slyssins hafi konan lokið stúdenstprófi og BS-gráðu og hafi hún unnið samhliða námi og í fullu starfi á tíabilinu. Að mati dómsins sé ósannað að afleiðingar slyssins árið 2009 hafi hamlað vinnufærni hennar þegar slysið varð árið 2017 svo að draga beri frá launaviðmiði 10% vegna áður metinnar örorku. Dómurinn féllst því á það að rétt sé að viðmiðunarlaun til útreiknings skaðabótum í málinu verðu óskert meðallaun félagsmanna í starfsgrein hennar árið 2017 sem lokið hefðu grunnnámi. Þá hafnar dómurinn því að konan hafi ekki sýnt fram á að þau viðmiðunarlaun séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur stefnanda en það viðmið sem Sjóvá vildi notast við.
Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira