Á heimleið eftir súrrealískt gærkvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2022 20:46 Dísella gaf sér tíma til að ræða þennan merka áfanga á ferðalaginu heim í dag. Skjáskot Endalaust þakklæti er eftst í huga sópransöngkonunnar Dísellu Lárusdóttur, sem vann Grammy-verðlaun í gærkvöldi. Hún er fimmti Íslendingurinn til að vinna til verðlaunanna. Dísella var þakklætið uppmálað þegar hún tók við verðlaunum á Grammy-sviðinu í Las Vegas í gærkvöldi ásamt samsöngvurum sínum Zachary James og Anthony Costanzo. Hún lauk þakkarræðunni með orðunum „Bragi, ég elska þig!“, kveðju til eiginmannsins Braga Jónssonar, sem fylgdi henni á hátíðina. Þau hjónin eru nú á leið heim eftir viðburðarríka daga í Las Vegas en Dísella fann stund milli stríða á ferðalaginu nú síðdegis til að ræða þennan merka árangur. „Sko þessi verðlaun eru náttúrulega bara ótrúleg. Ég eiginlega átta mig ekki á þessu enn þá. Það var súrrealískt að hljóta þau, ég held ég þurfi bara aðeins að komast heim og fatta þetta aðeins,“ segir Dísella. Dísella og félagar voru verðlaunuð yrir bestu óperuupptöku ársins, óperu eftir Philip Glass um líf og valdatíð egypska faraósins Akhnaten, sem sett var upp í Metrópólitan óperunni í New York og hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Verkið er Dísellu kært, hún fer þar með hlutverk Tye drottningar, og hún kveðst orðlaus yfir viðurkenningunni nú. „Þetta er ótrúlega þýðingarmikið, svakalegur heiður og efst í huga er endalaust þakklæti. Ég er eiginlega orðlaus bara,“ segir Dísella. Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl árið 2020 og fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum árið 2021. Steinar Höskuldsson, betur þekktur sem Husky Höskulds, vann Grammy fyrir upptökustjórn á fyrstu plötu söngkonunnar Noruh Jones, Don´t Know Why, árið 2003. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari var einn meðlima Pacifica-kvartettsins sem fékk Grammy fyrir besta flutning kammertónlistar á plötu. Kristinn Sigmundsson fyrir einsöng í The Ghost of Versaille eftir Corigliano. Grammy-verðlaunin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23 Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Dísella var þakklætið uppmálað þegar hún tók við verðlaunum á Grammy-sviðinu í Las Vegas í gærkvöldi ásamt samsöngvurum sínum Zachary James og Anthony Costanzo. Hún lauk þakkarræðunni með orðunum „Bragi, ég elska þig!“, kveðju til eiginmannsins Braga Jónssonar, sem fylgdi henni á hátíðina. Þau hjónin eru nú á leið heim eftir viðburðarríka daga í Las Vegas en Dísella fann stund milli stríða á ferðalaginu nú síðdegis til að ræða þennan merka árangur. „Sko þessi verðlaun eru náttúrulega bara ótrúleg. Ég eiginlega átta mig ekki á þessu enn þá. Það var súrrealískt að hljóta þau, ég held ég þurfi bara aðeins að komast heim og fatta þetta aðeins,“ segir Dísella. Dísella og félagar voru verðlaunuð yrir bestu óperuupptöku ársins, óperu eftir Philip Glass um líf og valdatíð egypska faraósins Akhnaten, sem sett var upp í Metrópólitan óperunni í New York og hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Verkið er Dísellu kært, hún fer þar með hlutverk Tye drottningar, og hún kveðst orðlaus yfir viðurkenningunni nú. „Þetta er ótrúlega þýðingarmikið, svakalegur heiður og efst í huga er endalaust þakklæti. Ég er eiginlega orðlaus bara,“ segir Dísella. Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl árið 2020 og fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum árið 2021. Steinar Höskuldsson, betur þekktur sem Husky Höskulds, vann Grammy fyrir upptökustjórn á fyrstu plötu söngkonunnar Noruh Jones, Don´t Know Why, árið 2003. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari var einn meðlima Pacifica-kvartettsins sem fékk Grammy fyrir besta flutning kammertónlistar á plötu. Kristinn Sigmundsson fyrir einsöng í The Ghost of Versaille eftir Corigliano.
Grammy-verðlaunin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23 Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23
Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15