Chyna á hinn níu ára gamla King Cairo með rapparanum Tyga og hina fimm ára gömlu Dream með Rob Kardashian.
Eftir að Chyna setti inn umrædda færslu var Kardashian fljótur að svara fyrir sig og skrifaði:
„Ég borga 37 þúsund dollara á ári fyrir skólavist dóttur minnar. Ég sé um allan lækniskostnað. Ég borga fyrir allar hennar tómstundir. Ég er með dóttur mína frá þriðjudögum til laugardaga. Af hverju ætti ég að borga meðlag?“

Athugasemd Kardashian vakti mikla athygli og fylgdi Tyga fast á eftir með annarri athugasemd:
„Ég borga 40 þúsund dollara á ári fyrir skólavist sonar míns og hann býr hjá mér mánudaga til laugardaga. Af hverju ætti ég að borga meðlag?“

Nokkru seinna skrifaði Tyga svo aðra athugasemd þar sem hann furðaði sig á því að Kardashian skyldi borga minna en hann.

Þessari Twitter-umræðu var þó eytt út og birti fyrirsætan nýja tilkynningu skömmu seinna þar sem hún sagðist nú ætla að einbeita sér að réttarhöldum sínum gegn Kris Jenner, Kim Kardashian og Khloé Kardashian og Kylie Jenner.
Kveðst fyrirsætan hafa verið með vinsælan þátt sem mæðgurnar hafi látið taka af dagskrá árið 2017. Það hafi ekki aðeins haft fjárhagsleg áhrif, heldur einnig mikil áhrif á börnin hennar.
„Að réttarhöldunum loknum mun ég geta sagt King og Dream með stolti að ég hafi gert allt sem ég gat til þess að leiðrétta það ranga sem þær gerðu mér,“ skrifar Chyna í tilkynningunni.
Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar í morgun.