Gústi B gengur til liðs við FM957: „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 14:32 Rikki G er stoltur að fá Gústa B í útvarpið og segir hann yngsta útvarpsmann landsins. Fm957 TikTok stjarnan Gústi B er nýjasti útvarpsmaður FM957. Hann hefur nú þegar hafið störf og verður í loftinu seinni partinn. Á fimmtudögum verður hann svo með sérstakan þátt frá 16 til 18. „Á dögunum tók ég þá ákvörðun að minnka við mig á TikTok en eftir hundrað daga af daglegum myndböndum var það klárlega eitthvað sem ég þurfti. Ég stefni samt á að leyfa TikTok aðdáendum að hafa áhrif á útvarpsþáttinn minn og mun kynna það fyrirkomulag síðar,“ segir Gústi B, fullu nafni Ágúst Beinteinn, í samtali við Lífið. „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina og það er vissulega mikið sem ég þarf að læra á næstu vikum. Að verða allt í einu útvarpsmaður er meira en að segja það og næstu vikur fara í það að slípa mig til - þá er gott að hafa Rikka, Egil, Kristínu, Ósk og allt frábæra fólkið á FM mér innan handar.“ Þakklátur fyrir tækifærin Gústi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og verið reglulegur gestur í útvarpsþáttum FM957. „Þó það sé mikil vinna fram undan þá er þetta auðvitað aðallega skemmtilegt. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessi tækifæri sem ég hef fengið og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég hætti í Háskólanum til þess að geta elt draumana mína og þeir eru svo sannarlega að rætast núna. Núna fara flestir dagar hjá mér í að undirbúa hvað ég ætla að segja í útvarpinu, talsetja teiknimyndir og svo er ég plötusnúður á kvöldin. Mikil keyrsla en þannig líður mér best - ég gæti aldrei setið kyrr heima,“ segir Gústi. Yngsti útvarpsmaður landsins „Við FM-fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum yfir að hafa tryggt okkur starfskrafta Gústa B,“ segir Rikki G dagskrárstjóri FM957 um ráðninguna. „Hann sennilega einn sá þekktasti hjá unga fólkinu í TikTok heiminum og við erum auðvitað bara gríðarlega ánægð með að hann sé kominn til okkar. Hann er aðeins tvítugur að aldri sem gerir hann að yngsta útvarpsmanni landsins, á „prime“ tíma og á einni af stærstu stöðvunum sem er heldur betur afrek út af fyrir sig.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gústa sem birtist í Ísland í dag fyrr á þessu ári. FM957 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31 Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30 Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira
„Á dögunum tók ég þá ákvörðun að minnka við mig á TikTok en eftir hundrað daga af daglegum myndböndum var það klárlega eitthvað sem ég þurfti. Ég stefni samt á að leyfa TikTok aðdáendum að hafa áhrif á útvarpsþáttinn minn og mun kynna það fyrirkomulag síðar,“ segir Gústi B, fullu nafni Ágúst Beinteinn, í samtali við Lífið. „Ég er að demba mér beint í djúpu laugina og það er vissulega mikið sem ég þarf að læra á næstu vikum. Að verða allt í einu útvarpsmaður er meira en að segja það og næstu vikur fara í það að slípa mig til - þá er gott að hafa Rikka, Egil, Kristínu, Ósk og allt frábæra fólkið á FM mér innan handar.“ Þakklátur fyrir tækifærin Gústi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði og verið reglulegur gestur í útvarpsþáttum FM957. „Þó það sé mikil vinna fram undan þá er þetta auðvitað aðallega skemmtilegt. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þessi tækifæri sem ég hef fengið og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég hætti í Háskólanum til þess að geta elt draumana mína og þeir eru svo sannarlega að rætast núna. Núna fara flestir dagar hjá mér í að undirbúa hvað ég ætla að segja í útvarpinu, talsetja teiknimyndir og svo er ég plötusnúður á kvöldin. Mikil keyrsla en þannig líður mér best - ég gæti aldrei setið kyrr heima,“ segir Gústi. Yngsti útvarpsmaður landsins „Við FM-fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum yfir að hafa tryggt okkur starfskrafta Gústa B,“ segir Rikki G dagskrárstjóri FM957 um ráðninguna. „Hann sennilega einn sá þekktasti hjá unga fólkinu í TikTok heiminum og við erum auðvitað bara gríðarlega ánægð með að hann sé kominn til okkar. Hann er aðeins tvítugur að aldri sem gerir hann að yngsta útvarpsmanni landsins, á „prime“ tíma og á einni af stærstu stöðvunum sem er heldur betur afrek út af fyrir sig.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gústa sem birtist í Ísland í dag fyrr á þessu ári.
FM957 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31 Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30 Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira
Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. 30. mars 2022 10:31
Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. 2. mars 2022 21:30
Byrjaði sem markaðsstönt en fór síðan út í meiri væntumþykju og vináttu Hann er rétt rúmlega tvítugur en er orðinn ein stærsta TikTok stjarna landsins með yfir 35 þúsund fylgjendur. 16. febrúar 2022 10:31