Vá hvað ég er pirruð og svekkt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 7. apríl 2022 17:00 Ég er einlægur talsmaður þess að selja Íslandsbanka. Ég sat í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta kjörtímabili þegar við hófum sölu á bankanum þá í opnu útboði. Það tókst vel þegar um 24þ hluthafar eignuðust hlut í bankanum og varð þá fjölmennasta almenningshlutafélag á Íslandi. Þannig náðist markmið um dreift eignarhald við fyrsta útboðið. Fjöldi þátttakenda var gleðiefni og til þess fallið að ýta undir heilbrigðan og virkan hlutabréfamarkað hér á landi. Í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki segir að stuðla skuli að því að efla og styrkja samkeppni á fjármálamarkaði og að íslensk fjármálafyrirtækja verði til framtíðar í fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi. Nú var komið að áframhaldandi sölu og voru sú áform kynnt fyrir okkur í fjárlaganefnd þar sem ég sit nú. Helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Nú var lagt til að fara leið tilboðsfyrirkomulags sem felur í sér útboð á hlutum í þegar skráðu félagi til hæfra fjárfesta, án útgáfu skráningarlýsingar. Verð að viðurkenna að ég hafði ekki þekkingu á þessu fyrirkomulagi, en greinagerðin og heimsókn frá Bankasýslunni og öðrum gestum fékk mig til að trúa því að þetta væri gott fyrirkomulag. Ég stóð í þeirri meiningu að leiðin væri til þess fallin að fá stóra fjárfesta inn í hópin fjárfesta sem væru líklegir til að vera hlutahafar til lengri tíma. Þannig átti ég von á að þarna væri fyrst og fremst um að ræða lífeyrissjóði, með þeim kostum og göllum sem því fylgir svo og öðrum stærri fjárfestingarsjóðum og fjárfestingaraðilum. Ég hafði ekki hugmyndaflug í að starfsmenn og stjórnendur bankans, eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðsins yrðu meðal kaupenda og það fyrir nokkra tugi miljóna. Það an af síður gat ég ímyndað mér að faðir fjármálaráðherra yrði meðal kaupenda. Listin yfir kaupendur er því svekkelsi. Ég er ánægð með ákvörðun fjármálaráðherra að birta listann þrátt fyrir ráðleggingar Bankasýslunnar um annað, auðvitað eigum við að vita hverjir fengu að kaupa í þessum áfanga. En í svekkelsi mínu fór ég að lesa gögn mín og þar á meðal grein sem ég skrifaði við síðasta útboð þar skrifaði ég. „Lengi hefur verið talað fyrir því að leita ætti að „góðum“ erlendum langtímafjárfestum, aðilum sem kynnu að reka banka. Ég skil þá umræðu en spurningin er hversu raunhæf er sú hugmynd? Það var jú það sem reynt var við einkavæðingu bankanna á sínum tíma og svo fór sem fór. Fjölmörg dómsmál og rannsóknaskýrslur hafa tekið á erlendum aðilum sem verið var að lokka eða nýta til að komast yfir hlut í banka. Er sú leið fullreynd? Er raunhæft að ætla að við getum ráðið hverjir eigi banka, frekar en önnur fyrirtæki? Er kannski eðlilegra að horfa til þess að löggjafinn tryggi að lagaumhverfið sé með þeim hætti að öryggi innistæðueigenda sé tryggt, að tryggt sé að eigendur geti ekki tæmt bankanna innan frá, tekið óhóflega mikla áhættu og bara almennt hagað sér almennilega. Á síðustu árum hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á laga- og eftirlitsumhverfi banka. Hátt í þrjátíu lagafrumvörp hafa verið samþykkt og fengið umfjöllun á þingi frá árinu 2010. Þessar umbætur lúta að kröfum um eigið fé, laust fé, stöðugri fjármögnun, takmarkanir á lánveitingum, til stendur að takmarka fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka. Ýmsar breytingar snúa að stjórnarháttum og eftirlit með reglum um mat á hæfi eigenda og stjórnenda, reglur um áhættustýringu og kaupauka. Eftirlitið hefur verið eflt með sameiningu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og áherslur á fjármálastöðuleika með tækjum og tólum Seðlabanka. Staðan nú er því sú að íslenskir bankar búa við allar þær kröfur sem gerðar eru til baka á Evrópska efnahagssvæðinu og meira til. Í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að ganga lengra í t.d. kröfum um eigið fé bankanna, takmörkunum á kaupaukum o.s.frv. Nú er lagt til að hefja það ferli að losa um eignarhald ríkisins í Íslandsbanka. Ég tel það ekki eingöngu skynsamlegt heldur líka nauðsynlegt. Við megum ekki vera of hrædd við fortíðina að við þorum ekki að stíga skrefin inn í framtíðina. Bankar búa við miklar breytingar á sviði tækni og fleiri og fleiri aðilar sækja inn á markað sem áður bankarnir sinntu og veita greiðslumiðlun, lán og aðra þjónustu í gegnum tækni. Ólíklegt má því telja að bankar framtíðarinnar verði eitthvað í líkingu við það sem við þekkjum frá síðustu áratugum.“ Greinin birtist á visi.is 27. janúar 2021 Ég er sannfærð um að það sé rétt ákvörðun að selja Íslandsbanka, ég tel að regluverkið í kringum bankakerfið okkar sé gott. Ég tel það hárrétta ákvörðun hjá fjármálaráðherra að óska eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á söluferlinu. Traust og trúverðugleiki er það sem skiptir mestu máli þegar kemur að sölu ríkiseigna. Ríkiseigur á aldrei að selja nema í gegnsæi, sanngjörnu og réttlátu ferli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Bryndís Haraldsdóttir Íslenskir bankar Alþingi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég er einlægur talsmaður þess að selja Íslandsbanka. Ég sat í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta kjörtímabili þegar við hófum sölu á bankanum þá í opnu útboði. Það tókst vel þegar um 24þ hluthafar eignuðust hlut í bankanum og varð þá fjölmennasta almenningshlutafélag á Íslandi. Þannig náðist markmið um dreift eignarhald við fyrsta útboðið. Fjöldi þátttakenda var gleðiefni og til þess fallið að ýta undir heilbrigðan og virkan hlutabréfamarkað hér á landi. Í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki segir að stuðla skuli að því að efla og styrkja samkeppni á fjármálamarkaði og að íslensk fjármálafyrirtækja verði til framtíðar í fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi. Nú var komið að áframhaldandi sölu og voru sú áform kynnt fyrir okkur í fjárlaganefnd þar sem ég sit nú. Helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Nú var lagt til að fara leið tilboðsfyrirkomulags sem felur í sér útboð á hlutum í þegar skráðu félagi til hæfra fjárfesta, án útgáfu skráningarlýsingar. Verð að viðurkenna að ég hafði ekki þekkingu á þessu fyrirkomulagi, en greinagerðin og heimsókn frá Bankasýslunni og öðrum gestum fékk mig til að trúa því að þetta væri gott fyrirkomulag. Ég stóð í þeirri meiningu að leiðin væri til þess fallin að fá stóra fjárfesta inn í hópin fjárfesta sem væru líklegir til að vera hlutahafar til lengri tíma. Þannig átti ég von á að þarna væri fyrst og fremst um að ræða lífeyrissjóði, með þeim kostum og göllum sem því fylgir svo og öðrum stærri fjárfestingarsjóðum og fjárfestingaraðilum. Ég hafði ekki hugmyndaflug í að starfsmenn og stjórnendur bankans, eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðsins yrðu meðal kaupenda og það fyrir nokkra tugi miljóna. Það an af síður gat ég ímyndað mér að faðir fjármálaráðherra yrði meðal kaupenda. Listin yfir kaupendur er því svekkelsi. Ég er ánægð með ákvörðun fjármálaráðherra að birta listann þrátt fyrir ráðleggingar Bankasýslunnar um annað, auðvitað eigum við að vita hverjir fengu að kaupa í þessum áfanga. En í svekkelsi mínu fór ég að lesa gögn mín og þar á meðal grein sem ég skrifaði við síðasta útboð þar skrifaði ég. „Lengi hefur verið talað fyrir því að leita ætti að „góðum“ erlendum langtímafjárfestum, aðilum sem kynnu að reka banka. Ég skil þá umræðu en spurningin er hversu raunhæf er sú hugmynd? Það var jú það sem reynt var við einkavæðingu bankanna á sínum tíma og svo fór sem fór. Fjölmörg dómsmál og rannsóknaskýrslur hafa tekið á erlendum aðilum sem verið var að lokka eða nýta til að komast yfir hlut í banka. Er sú leið fullreynd? Er raunhæft að ætla að við getum ráðið hverjir eigi banka, frekar en önnur fyrirtæki? Er kannski eðlilegra að horfa til þess að löggjafinn tryggi að lagaumhverfið sé með þeim hætti að öryggi innistæðueigenda sé tryggt, að tryggt sé að eigendur geti ekki tæmt bankanna innan frá, tekið óhóflega mikla áhættu og bara almennt hagað sér almennilega. Á síðustu árum hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á laga- og eftirlitsumhverfi banka. Hátt í þrjátíu lagafrumvörp hafa verið samþykkt og fengið umfjöllun á þingi frá árinu 2010. Þessar umbætur lúta að kröfum um eigið fé, laust fé, stöðugri fjármögnun, takmarkanir á lánveitingum, til stendur að takmarka fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka. Ýmsar breytingar snúa að stjórnarháttum og eftirlit með reglum um mat á hæfi eigenda og stjórnenda, reglur um áhættustýringu og kaupauka. Eftirlitið hefur verið eflt með sameiningu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og áherslur á fjármálastöðuleika með tækjum og tólum Seðlabanka. Staðan nú er því sú að íslenskir bankar búa við allar þær kröfur sem gerðar eru til baka á Evrópska efnahagssvæðinu og meira til. Í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að ganga lengra í t.d. kröfum um eigið fé bankanna, takmörkunum á kaupaukum o.s.frv. Nú er lagt til að hefja það ferli að losa um eignarhald ríkisins í Íslandsbanka. Ég tel það ekki eingöngu skynsamlegt heldur líka nauðsynlegt. Við megum ekki vera of hrædd við fortíðina að við þorum ekki að stíga skrefin inn í framtíðina. Bankar búa við miklar breytingar á sviði tækni og fleiri og fleiri aðilar sækja inn á markað sem áður bankarnir sinntu og veita greiðslumiðlun, lán og aðra þjónustu í gegnum tækni. Ólíklegt má því telja að bankar framtíðarinnar verði eitthvað í líkingu við það sem við þekkjum frá síðustu áratugum.“ Greinin birtist á visi.is 27. janúar 2021 Ég er sannfærð um að það sé rétt ákvörðun að selja Íslandsbanka, ég tel að regluverkið í kringum bankakerfið okkar sé gott. Ég tel það hárrétta ákvörðun hjá fjármálaráðherra að óska eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á söluferlinu. Traust og trúverðugleiki er það sem skiptir mestu máli þegar kemur að sölu ríkiseigna. Ríkiseigur á aldrei að selja nema í gegnsæi, sanngjörnu og réttlátu ferli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun