Þegar gleðin dó í Framsóknarhúsinu Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2022 22:54 Ljósmyndarinn nær að grípa örlagaríkt andartak í samtíma stjórnmálasögu, þegar starfsmenn BÍ vildu bregða á leik með Sigurði Inga sem sá sitt óvænna og vildi minna en ekkert af þessu glensi vita. Og mælti fram orð sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið. Myndin er nánast þegar orðin hluti af nútíma stjórnmálasögu en eins og Vísir hefur farið ítarlega yfir gætu orð Sigurðar Inga, þess efnis að hann hafi ekki áhuga á að lyfta „þeirri svörtu“ haft margvíslegar pólitískar afleiðingar í för með sér. Myndin sýnir þrjá starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi en Sigurður Ingi reynir að forða sér. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Sigurður Ingi stendur milli Höskuldar og Ásgeirs en hefur ekki hug á að halda við Vigdísi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndin ferðast um milli áhugamanna um stjórnmál og höfð í mismiklum flimtingum. Einn þeirra, Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og auglýsingamaður, hefur þegar birt myndina á sínum Facebook-vegg þar sem menn reyna að ráða í myndmálið. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Magnús spurði Sigurð Inga hvort hann hefði verið ölvaður þetta kvöld. „Það var mikill gleðskapur þetta kvöld, söngur og gleði og mikill hávaði. Það var verið að fá mig, eins og ég hef lýst í minni yfirlýsingu, í einhverja myndatöku sem mér fannst ekki vera viðeigandi á þessum tíma.“ Sigurður Ingi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hver ummælin eru, þau sem hann sér eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau á þá leið að spyrja hvort lyfta ætti þeirri svörtu. „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það,“ sagði Sigurður Ingi við Magnús Hlyn á Selfossi í kvöld þar sem ný skrifstofuaðstaða var opnuð í Landsbankahúsinu við Austurveg. Nú er unnið að því að koma á sættum en svo virðist sem kólandi sé milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að til standi að halda sáttafund á morgun. Þá munu þau Vigdís og Sigurður Ingi hittast á fundi. Með á fundinum verður einnig stjórn Bændasamtakanna. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Félagasamtök Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Myndin er nánast þegar orðin hluti af nútíma stjórnmálasögu en eins og Vísir hefur farið ítarlega yfir gætu orð Sigurðar Inga, þess efnis að hann hafi ekki áhuga á að lyfta „þeirri svörtu“ haft margvíslegar pólitískar afleiðingar í för með sér. Myndin sýnir þrjá starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi en Sigurður Ingi reynir að forða sér. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Sigurður Ingi stendur milli Höskuldar og Ásgeirs en hefur ekki hug á að halda við Vigdísi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndin ferðast um milli áhugamanna um stjórnmál og höfð í mismiklum flimtingum. Einn þeirra, Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og auglýsingamaður, hefur þegar birt myndina á sínum Facebook-vegg þar sem menn reyna að ráða í myndmálið. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Magnús spurði Sigurð Inga hvort hann hefði verið ölvaður þetta kvöld. „Það var mikill gleðskapur þetta kvöld, söngur og gleði og mikill hávaði. Það var verið að fá mig, eins og ég hef lýst í minni yfirlýsingu, í einhverja myndatöku sem mér fannst ekki vera viðeigandi á þessum tíma.“ Sigurður Ingi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hver ummælin eru, þau sem hann sér eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau á þá leið að spyrja hvort lyfta ætti þeirri svörtu. „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það,“ sagði Sigurður Ingi við Magnús Hlyn á Selfossi í kvöld þar sem ný skrifstofuaðstaða var opnuð í Landsbankahúsinu við Austurveg. Nú er unnið að því að koma á sættum en svo virðist sem kólandi sé milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að til standi að halda sáttafund á morgun. Þá munu þau Vigdís og Sigurður Ingi hittast á fundi. Með á fundinum verður einnig stjórn Bændasamtakanna.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Félagasamtök Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
„Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10