Að selja banka og samt ekki Jónas Elíasson skrifar 8. apríl 2022 15:30 Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur orðið til þess að kasta rýrð á fjármálasnilli Íslendingar síðan 2008. Eru þetta menn með reynslu og þekkingu sem kunna að láta fjármagn vinna með eðlilegum hætti, eða eru þetta gróðapeyjar, alltaf að leita að næsta „díl“ hjá vinum og kunningjum?? Flestir sem fóru á hausinn 2008 þóttust vera að græða á „áhættusömum markaði“. Græða á daginn, grilla á kvöldin var mantran. Þeir virðast ekki hafa áttað sig á því að til þess að markaður sé áhættusamur er ekki nóg að hætta sé á tapa peningum á honum. Hættan af gróða verður líka að vera fyrir hendi, það er alveg nauðsynlegt svo markaður sé áhættusamur, annar er hann bara bókað tap, engin hætta á neinu öðru. Þessu lentu hrunsnillingarnir í þegar þeir fóru út í allar sínar skuldsettu yfirtökur. Yfirtóku Magasin og d´Anglaterre í Kaupmannahöfn, ónýtar prentsmiðjur og fleira í Bretlandi og það fór þá einu leið sem það gat farið. Þarna var engin hætta á gróða, nema því sem íslenslku bankarnir lánuðu í þetta og hægt af að „bjarga undan“. En er þetta ekki sérstakt fyrir Ísland ? Nei, kaup á fyrirtækjum til að „tæma þau“ eru algeng allsstaðar. Í Danmörku heita þessir gæjar „selskabstömmere“. Í Bretlandi er frægasta dæmið salan á Rover, kaupandinn fékk 95 milljóna punda lánalinu, ætlaði að ná því út, og var búinn að krækja sér í 35 milljónir þegar SFO (Serious Fraud Office) stoppaði leikinn. Fengu þeir ekki harðann dóm ? Nei, þeir höfðu ekki gert neitt ólöglegt. Öruggasta leiðin fyrir ríkið til að lemda ekki í þessu með sína banka er að selja þá ekki. Það er erfitt að sjá vfram á hvernig á að selja banka án þess að lend í einhverju. Ríkið mun kaupa bankann til baka frekar en láta hann fara á hausinn, þetta sannaðist hruninu. Það er því hægt að borga hvað sem er fyrir hann, ef friður fæst til að tæma hann á eftir. Fjármálaráðherra hefur örugglega haft þetta í huga fyrir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. En þarna klúðraðist eitthvað, svo rækilega að virtur þingmaður úr flokki ráðherrans skrifar grein á Vísi (Vá hvað ég er pirruð og svekkt; Bryndís Haraldsdóttir 7. apríl 2022, visir.is) og talar væntanlega fyrir fleiri en sjálfa sig. Hún telur sérstaklega fram hver helstu markmið með áframhaldandi sölu í bankanum voru; að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu; að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði; að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum; að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma; að auka fjárfestingarmöguleika fyrir einstaklinga og fagfjárfesta; og ekki síst að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Við þetta má gera eftirfarandi athugasemdir. Ríkið gæti þurft að kaupa bankann til baka svo áhættan eykst. Samkeppnin breyttist ekki neitt við yfirtöku ríkisins og mun ekki breytast nú. Að selja með afslætti er ekki gott tæki til að hámarka gróða. Eignarhaldið endar hjá þeim sem býður hæsta verðið á hlut á eftirmarkaði. Þetta gæti virkað, a.m.k. til skamms tíma. Gott mál, en að minnka óarðbærar fjárfestingar ríkisins er mun virkara meðal. Fyrir utan þetta virðist bankasýslan hafa hirt 700 milljónir handa sér og sínum bönkum. Þá eru ýmsir gamlir hrundansarar með, svo áhyggjur þingmannsins eru mjög skiljanlegar. Vandinn í fjármálakerfinu er sá, að greiðsluþjónustan við almenning og fjárfestinga starfsemin er ekki aðgreind í bankakerfinu. Ef svo væri, þyrfti ekki að hafa allar þessar áhyggjur af bönkunum. Áður og fyrrum var greiðsluþjónustan ókeypis, og fólk fékk innlánsvexti. Nú eru menn rukkaðir fyrir hverja einustu færslu í greiðsluþjónustunni og verða að sætta sig við innlánsvexti vel undir verðbólgu. Í staðin hrúga bankarnir upp milljarða hagnaði handa eigendum sínum. Nú geta menn farið í fyrsdtu málsgreinina og reynt að gera sér greein fyrir, hvorum flokknum tilheyra fjármálamenn okkar. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun