Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 20:31 „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu.“ Vísir/Sigurjón Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
„Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira