Áskorendamótið hefst á morgun: Sæti á Stórmeistaramótinu í boði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 23:01 Áskorendamótið í CS:GO hefst á morgun. RÍSÍ Áskorendamótið í CS:GO hefst á morgun þar sem fjögur lið geta unnið sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Fjögur neðstu lið Ljósleiðaradeildarinnar taka þátt á Áskorendamótinu, en ásamt þeim mæta fjögur efstu liðin á Opna mótinu til leiks. Liðin sem taka þátt eru XY, Fylkir, SAGA og Kórdrengir úr Ljósleiðaradeildinni og Samviskan, Tan5ion, Haukar og BadCompany úr Opna mótinu. Snið mótsins er tvöföld útsláttarkeppni; öll lið hefja leik í efra leikjatré, en ef þau tapa viðureign fara þau í neðra leikjatré, ef þau tapa þar eru þau úr leik. Allar viðureignir eru best-af-3. Fyrirkomulag Áskorendamótsins.RÍSÍ Fyrsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Liðin sem vinna í fyrstu umferð leika svo um sæti á Stórmeistaramótinu klukkan 21:00, en neðra leikjatréð verður klárað á sunnudagskvöldið. Stórmeistaramótið hefst svo laugardaginn 23. apríl þar sem bestu lið landsins mæta til leiks, en það verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn
Fjögur neðstu lið Ljósleiðaradeildarinnar taka þátt á Áskorendamótinu, en ásamt þeim mæta fjögur efstu liðin á Opna mótinu til leiks. Liðin sem taka þátt eru XY, Fylkir, SAGA og Kórdrengir úr Ljósleiðaradeildinni og Samviskan, Tan5ion, Haukar og BadCompany úr Opna mótinu. Snið mótsins er tvöföld útsláttarkeppni; öll lið hefja leik í efra leikjatré, en ef þau tapa viðureign fara þau í neðra leikjatré, ef þau tapa þar eru þau úr leik. Allar viðureignir eru best-af-3. Fyrirkomulag Áskorendamótsins.RÍSÍ Fyrsta umferð fer fram annað kvöld klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Liðin sem vinna í fyrstu umferð leika svo um sæti á Stórmeistaramótinu klukkan 21:00, en neðra leikjatréð verður klárað á sunnudagskvöldið. Stórmeistaramótið hefst svo laugardaginn 23. apríl þar sem bestu lið landsins mæta til leiks, en það verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn