Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2022 17:03 Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn en skipuleggjendur skjóta á að um 600 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Ræður voru fluttar til að mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Framsögumenn voru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands. Spilling var algengt þema á skiltum mótmælenda.Þórdís Elín „Við erum að mótmæla sölunni á Íslandsbanka og hvernig að henni var staðið. Hverjir fengu að kaupa hlut,“ sagði Gunnar Smári í samtali við fréttastofu sem fór og fylgdist með mótmælunum. „Við erum að mótmæla spilltri ríkisstjórninni sem er vanhæf og leiðinleg,“ sagði Atli Gíslason, formaður ungra Sósíalista. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ungum Sósíalistum, bætti þá við: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna. Við viljum réttlátt samfélag.“ Blys voru tendruð á Austurvelli.Þórdís Elín Margir þeirra mótmælenda sem fréttastofa ræddi við settu söluna á Íslandsbanka nú í samhengi við efnahagshrunið 2008. „Þetta er alveg ferlegt að þetta sé í annað sinn á innan við tuttugu árum sem að bankarnir eru gefnir,“ sagði Páll Kristjánsson, einn mótmælendanna. Hans krafa var einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér í heild, skilyrðislaust. Sjónarmið sem fleiri mótmælendur tóku undir. Gunnar Smári segist upplifa það að almenningi sé misboðið vegna málsins. „Honum er mjög misboðið enda er þetta eins og löðrungur. Fólk er enn að tala um löðrunginn á Óskarsverðlaunahátíðinni en þetta er miklu kröftugri löðrungur á miklu fleira fólk.“ Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins oft kenndur við Hamborgarabúlluna, var mættur á mótmælin.Þórdís Elín Það voru ekki bara tvífætlingar sem létu sjá sig á Austurvelli í dag.Þórdís Elín Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks var saman kominn en skipuleggjendur skjóta á að um 600 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Ræður voru fluttar til að mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Framsögumenn voru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands. Spilling var algengt þema á skiltum mótmælenda.Þórdís Elín „Við erum að mótmæla sölunni á Íslandsbanka og hvernig að henni var staðið. Hverjir fengu að kaupa hlut,“ sagði Gunnar Smári í samtali við fréttastofu sem fór og fylgdist með mótmælunum. „Við erum að mótmæla spilltri ríkisstjórninni sem er vanhæf og leiðinleg,“ sagði Atli Gíslason, formaður ungra Sósíalista. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ungum Sósíalistum, bætti þá við: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna. Við viljum réttlátt samfélag.“ Blys voru tendruð á Austurvelli.Þórdís Elín Margir þeirra mótmælenda sem fréttastofa ræddi við settu söluna á Íslandsbanka nú í samhengi við efnahagshrunið 2008. „Þetta er alveg ferlegt að þetta sé í annað sinn á innan við tuttugu árum sem að bankarnir eru gefnir,“ sagði Páll Kristjánsson, einn mótmælendanna. Hans krafa var einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér í heild, skilyrðislaust. Sjónarmið sem fleiri mótmælendur tóku undir. Gunnar Smári segist upplifa það að almenningi sé misboðið vegna málsins. „Honum er mjög misboðið enda er þetta eins og löðrungur. Fólk er enn að tala um löðrunginn á Óskarsverðlaunahátíðinni en þetta er miklu kröftugri löðrungur á miklu fleira fólk.“ Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins oft kenndur við Hamborgarabúlluna, var mættur á mótmælin.Þórdís Elín Það voru ekki bara tvífætlingar sem létu sjá sig á Austurvelli í dag.Þórdís Elín
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira