Arnar Gunnlaugs: Engin almennileg færi sem Blikar fengu eftir að við urðum færri Atli Arason skrifar 10. apríl 2022 23:57 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í kvöld Hulda Margrét Víkingar eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Breiðablik í Víkinni í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst fyrri hálfleikur gríðarlega sterkur af okkar hálfu, sérstaklega fyrstu 35 mínúturnar. Gríðarlegur kraftur í okkar leikmönnum og fannst að við hefðum átt að skora fleiri mörk en eitt vitandi það hversu góðir Blikar eru. Blikar náðu að ‚regroupa‘ í hálfleik og byrjuðu seinni sterkt. Svo eftir að Pablo var rekinn út af þá var þetta gamli góði varnarleikurinn. Engin almennileg færi sem Blikar fengu eftir að við urðum færri og við spiluðum varnarleikinn mjög vel,“ sagði Arnar. Blikar sköpuðu sér fá færi í leiknum og náðu ekki að brjóta niður 10 manna varnarmúr Víkinga. Arnar segir það sýna mikinn styrk. „Já, þetta sýnir styrk. Við fengum góða reynslu á þessu úti í Slóveníu í Evrópukeppninni. Þá lentum við líka einum manni færri og leystum það mjög vel. Ég var fyrst og fremst mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við vera gríðarlega sterkir, ‚aggressívir‘ og einhvern veginn ferskir. Lappirnar voru ferskar. Hefðum mátt skora fleiri mörk og vera aðeins yfirvegaðri fyrir framan markið. Ég var mjög sáttur við þennan leik. Það var mikilvægt að vinna titil núna eftir að hafa tapað deildabikarnum. Mikilvægt að komast aftur á sigurbraut og vinna bikar,“ segir Arnar. Pablo Punyed fær rauða spjaldiðHulda Margrét Arnar talaði um það fyrir leik að hann valdi leikmenn fram á við sem höfðu meiri hraða og gætu ógnað á bak við vörn Blika. Markið kom einmitt þannig eftir hlaup í gegn frá Helga Guðjónssyni og Arnar segir planið hafa gengið upp. „Já mér fannst það ganga upp. Mér fannst við skapa mikinn usla með hraða og krafti. Ari kemur sterkur inn, gríðarlega öflugur og efnilegur leikmaður sem á eftir að ná langt. Kristall alltaf, við vitum hvað býr í honum og hans knattspyrnuhæfileikum. Svo er líka einn leikmaður sem er bara búinn að því miður fá lítið hrós undanfarin tvö ár en er samt að mínu mati orðinn einn besti leikmaður deildarinnar og það er Erlingur Agnars. Hann er frábær varnarframherji og núna eru mörkin vonandi að fara að skila sér og þá er bara ein leið fyrir hann. Helgi var líka flottur í nýrri stöðu. Við höfum verið að prófa hann á kantinum í vetur líka bara til að gefa honum meiri möguleika á að spila. Hann hefur gott hjarta og kannski ekki sömu tækni og margir leikmenn okkar en hann kemst áfram á dugnaði og krafti og áræðni og er súper fit. Mér fannst hann mjög flottur í kvöld,“ sagði Arnar. Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og nú einnig Meistarar Meistaranna. Arnar segist vona að þeir geti haldið sama striki áfram. „Vonandi er þetta það sem koma skal. Við reynum að mæta í hvern leik og reynum að verja titlana okkar tvo. Við leggjum okkur fram eins og við gerðum núna en stundum bara tapar maður fótboltaleikjum og þá þarf bara að ‚regroupa‘ og vinna næsta leik. Það er líka búið að vera ‚tricky‘ að ‚replacea‘ þessa tvo turna og líka Atla Barkar. Við erum komnir með nánast nýja varnarlínu og þeir voru að ‚synca‘ í dag. Það var kannski það eina jákvæða við að lenda manni færri að þá ertu neyddur til að fara í ákveðnar varnarfærslur sem voru svo sterkar hjá okkur í fyrra svo þetta var bara fín æfing í því,“ sagði Arnar að lokum. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
„Mér fannst fyrri hálfleikur gríðarlega sterkur af okkar hálfu, sérstaklega fyrstu 35 mínúturnar. Gríðarlegur kraftur í okkar leikmönnum og fannst að við hefðum átt að skora fleiri mörk en eitt vitandi það hversu góðir Blikar eru. Blikar náðu að ‚regroupa‘ í hálfleik og byrjuðu seinni sterkt. Svo eftir að Pablo var rekinn út af þá var þetta gamli góði varnarleikurinn. Engin almennileg færi sem Blikar fengu eftir að við urðum færri og við spiluðum varnarleikinn mjög vel,“ sagði Arnar. Blikar sköpuðu sér fá færi í leiknum og náðu ekki að brjóta niður 10 manna varnarmúr Víkinga. Arnar segir það sýna mikinn styrk. „Já, þetta sýnir styrk. Við fengum góða reynslu á þessu úti í Slóveníu í Evrópukeppninni. Þá lentum við líka einum manni færri og leystum það mjög vel. Ég var fyrst og fremst mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við vera gríðarlega sterkir, ‚aggressívir‘ og einhvern veginn ferskir. Lappirnar voru ferskar. Hefðum mátt skora fleiri mörk og vera aðeins yfirvegaðri fyrir framan markið. Ég var mjög sáttur við þennan leik. Það var mikilvægt að vinna titil núna eftir að hafa tapað deildabikarnum. Mikilvægt að komast aftur á sigurbraut og vinna bikar,“ segir Arnar. Pablo Punyed fær rauða spjaldiðHulda Margrét Arnar talaði um það fyrir leik að hann valdi leikmenn fram á við sem höfðu meiri hraða og gætu ógnað á bak við vörn Blika. Markið kom einmitt þannig eftir hlaup í gegn frá Helga Guðjónssyni og Arnar segir planið hafa gengið upp. „Já mér fannst það ganga upp. Mér fannst við skapa mikinn usla með hraða og krafti. Ari kemur sterkur inn, gríðarlega öflugur og efnilegur leikmaður sem á eftir að ná langt. Kristall alltaf, við vitum hvað býr í honum og hans knattspyrnuhæfileikum. Svo er líka einn leikmaður sem er bara búinn að því miður fá lítið hrós undanfarin tvö ár en er samt að mínu mati orðinn einn besti leikmaður deildarinnar og það er Erlingur Agnars. Hann er frábær varnarframherji og núna eru mörkin vonandi að fara að skila sér og þá er bara ein leið fyrir hann. Helgi var líka flottur í nýrri stöðu. Við höfum verið að prófa hann á kantinum í vetur líka bara til að gefa honum meiri möguleika á að spila. Hann hefur gott hjarta og kannski ekki sömu tækni og margir leikmenn okkar en hann kemst áfram á dugnaði og krafti og áræðni og er súper fit. Mér fannst hann mjög flottur í kvöld,“ sagði Arnar. Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og nú einnig Meistarar Meistaranna. Arnar segist vona að þeir geti haldið sama striki áfram. „Vonandi er þetta það sem koma skal. Við reynum að mæta í hvern leik og reynum að verja titlana okkar tvo. Við leggjum okkur fram eins og við gerðum núna en stundum bara tapar maður fótboltaleikjum og þá þarf bara að ‚regroupa‘ og vinna næsta leik. Það er líka búið að vera ‚tricky‘ að ‚replacea‘ þessa tvo turna og líka Atla Barkar. Við erum komnir með nánast nýja varnarlínu og þeir voru að ‚synca‘ í dag. Það var kannski það eina jákvæða við að lenda manni færri að þá ertu neyddur til að fara í ákveðnar varnarfærslur sem voru svo sterkar hjá okkur í fyrra svo þetta var bara fín æfing í því,“ sagði Arnar að lokum.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira