Við þurfum að tala um njósnahagkerfið Breki Karlsson skrifar 11. apríl 2022 18:00 Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn? Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. En þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tvíþætt, annarsvegar er auglýsingum beint að okkur og hins vegar eru upplýsingar um okkur safnað saman. Upplýsingarnar eru síðan seldar hæstbjóðanda sem getur þannig ýtt að okkur fleiri auglýsingum eða öðru efni til að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel þvottavélin okkar hefur persónuverndarstefnu og heimtar aðgang að myndavél, tengiliðalista og staðsetningu notandans. Getur verið að persónuverndarstefnur sem við undirgöngumst séu í raun persónunjósnastefnur? Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar. Stór og smá fyrirtæki safna upplýsingum um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu og stjórnmálaskoðanir. Að auki heimta sum forrit að fá aðgang að myndum , myndavél, hljóðnema, tengiliðalista, dagatali og svo má lengi telja. Og algrímið veit oft á tíðum meira um okkur en við sjálf. Þúsundum upplýsingabrota er safnað um hvert og eitt okkar og þau lögð saman í heildstæða mynd undir því yfirskyni að sníða efni og auglýsingar að okkur. Þessar persónuupplýsingarnar ganga kaupum og sölum, rétt eins og um hverja aðra markaðsvöru sé að ræða, og hæstbjóðandi fær aðgang að okkur með það fyrir augum að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Þannig geta óprúttnir aðilar keypt aðgang að upplýsingunum neytenda og ýtt að þeim efni til að fá þá til að snúast á þá sveif sem þeir vilja, eins og dæmin því miður sanna. Þannig er allt lýðræðið undir. Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Neytendasamtökin hafa látið gera upplýsingasíðu og myndband til að vekja athygli á umfangi Njósnahagkerfisins, af hverju það getur verið hættulegt og hvernig hægt er að verjast því. Það má finna hér: www.ns.is/kettir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Breki Karlsson Samfélagsmiðlar Netöryggi Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Það getur verið ósköp þægilegt að rafrænar sokkaauglýsingar birtist manni eins og uppúr þurru, jafnvel áður en maður gerir sér grein fyrir gatinu sem komið er á þá sem maður klæddist í morgun. En hvernig gerist það og hver er kostnaðurinn? Netið hefur umbylt lífi okkar á undraskömmum tíma. Við erum nánast sítengd og höfum allar heimsins upplýsingar við höndina, eða réttara sagt við fingurgómana í gegnum allskyns snjallforrit og vefsíður sem við fyrstu sýn virðast flestar hverjar vera ókeypis notendum. En þegar að er gáð er gjaldið sem við greiðum tvíþætt, annarsvegar er auglýsingum beint að okkur og hins vegar eru upplýsingar um okkur safnað saman. Upplýsingarnar eru síðan seldar hæstbjóðanda sem getur þannig ýtt að okkur fleiri auglýsingum eða öðru efni til að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Við leitum á Google, Google leitar á okkur. Við notum samfélagsmiðla, þeir nota okkur. Jafnvel þvottavélin okkar hefur persónuverndarstefnu og heimtar aðgang að myndavél, tengiliðalista og staðsetningu notandans. Getur verið að persónuverndarstefnur sem við undirgöngumst séu í raun persónunjósnastefnur? Gífurlegu magni upplýsinga um okkur er safnað, það flokkað og tengt saman með og án samþykkis okkar. Stór og smá fyrirtæki safna upplýsingum um hvað okkur líkar, hvað við kaupum, andlega og líkamlega heilsu okkar, kynhneigð, staðsetningu og stjórnmálaskoðanir. Að auki heimta sum forrit að fá aðgang að myndum , myndavél, hljóðnema, tengiliðalista, dagatali og svo má lengi telja. Og algrímið veit oft á tíðum meira um okkur en við sjálf. Þúsundum upplýsingabrota er safnað um hvert og eitt okkar og þau lögð saman í heildstæða mynd undir því yfirskyni að sníða efni og auglýsingar að okkur. Þessar persónuupplýsingarnar ganga kaupum og sölum, rétt eins og um hverja aðra markaðsvöru sé að ræða, og hæstbjóðandi fær aðgang að okkur með það fyrir augum að hafa áhrif á val okkar og skoðanir. Þannig geta óprúttnir aðilar keypt aðgang að upplýsingunum neytenda og ýtt að þeim efni til að fá þá til að snúast á þá sveif sem þeir vilja, eins og dæmin því miður sanna. Þannig er allt lýðræðið undir. Auðvitað eiga stjórnvöld að banna njósnahagkerfið og fyrir því berjast Neytendasamtökin, fjöldi erlendra samtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Neytendasamtökin hafa látið gera upplýsingasíðu og myndband til að vekja athygli á umfangi Njósnahagkerfisins, af hverju það getur verið hættulegt og hvernig hægt er að verjast því. Það má finna hér: www.ns.is/kettir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun