Sandra Sigurðardóttir kemur í markið í stað Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en annað er óbreytt.
Sif Atladóttir og Hallbera Gísladóttir eru bakverðir og Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir standa vaktina í miðri vörninni.
Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru á miðjunni, Sveindís Jane Jónsdóttir og Agla María Albertsdóttir á köntunum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir er fremst.
Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 15:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.