Íslenska liðið fær hins vegar stuðning úr óvæntri átt, frá þýskum aðdáendum þess sem gerðu sér ferð á leikinn frá borginni Klingenthal sem er á landamærum Þýskalands og Tékklands og um 150 kílómetra frá Teplice.
Um þrjú þúsund manns eru á leiknum sem er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um að komast á HM.
Leikurinn hófst klukkan 15:30 og er í beinni textalýsingu á Vísi.