Tveir bílar rákust saman á nokkrum hraða á Hringtorgi við Skarhólsbraut í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild en ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu alvarlegir áverkar þeirra eru, að sögn starfsmanns Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Vegagerðin varar við töfum á umferð og samkvæmt heimildum fréttastofu er mikil umferðarteppa á leið út úr borginni.
Vesturlandsvegur: Umferðaróhapp varð á Vesturlandsvegi á hringtorgi við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Búast má við einhverjum töfum á umferð.#færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) April 12, 2022