„Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 18:14 Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var glaðbeittur eftir sigurinn. Stöð 2 Sport Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
„Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira