Loksins almennileg stikla fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things Árni Sæberg skrifar 12. apríl 2022 23:19 Ýmislegt getur gerst í smábænum Hawkins. Skjáskot/Netflix Netflix birti í dag stiklu fyrir fjórðu þáttaröð af hinum geysivinsælu Stranger Things. Þáttaröðin kemur út í sumar en margir hafa beðið hennar í ofvæni allt frá því að þriðja þáttaröð kom út fyrir heilum þremur árum. Stiklan sem birt var í dag er sú fyrsta sem veitir almennilega innsýn í söguþráð þáttaraðarinnar, en áður höfðum við fengið örstutta stiklu sem sagði lítið annað en að Eleven væri flutt frá Hawkins og að hún saknaði Mike. Nýja stiklan hefst á því að óhugnanleg rödd ávarpar söguhetjuna Eleven, allavega að því er virðist. Röddin segir hana hafa skemmt allt en að þjáningar hennar séu senn á enda. Svo kemur í ljós að röddin tilheyrir nýjast skrímslinu úr langri röð skrímsla sem Eleven hefur séð við í fyrri þáttaröðum. Því næst heyrum við Max segja legsteini bróður síns að ástandið í Hawkins sé aftur orðið slæmt eftir að allt hafi verið með kyrrum kjörum um skamma hríð. Loks heyrum við ónefndan embættismann segja Eleven að hún sé eina von vina sinna í Hawksins til að sigra stríðið. Stríðið virðist vera gegn ógrynni skrímsla úr öfuga heiminum sem gert hefur söguhetjunum lífið leitt í síðustu þáttaröðum. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan: Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stiklan sem birt var í dag er sú fyrsta sem veitir almennilega innsýn í söguþráð þáttaraðarinnar, en áður höfðum við fengið örstutta stiklu sem sagði lítið annað en að Eleven væri flutt frá Hawkins og að hún saknaði Mike. Nýja stiklan hefst á því að óhugnanleg rödd ávarpar söguhetjuna Eleven, allavega að því er virðist. Röddin segir hana hafa skemmt allt en að þjáningar hennar séu senn á enda. Svo kemur í ljós að röddin tilheyrir nýjast skrímslinu úr langri röð skrímsla sem Eleven hefur séð við í fyrri þáttaröðum. Því næst heyrum við Max segja legsteini bróður síns að ástandið í Hawkins sé aftur orðið slæmt eftir að allt hafi verið með kyrrum kjörum um skamma hríð. Loks heyrum við ónefndan embættismann segja Eleven að hún sé eina von vina sinna í Hawksins til að sigra stríðið. Stríðið virðist vera gegn ógrynni skrímsla úr öfuga heiminum sem gert hefur söguhetjunum lífið leitt í síðustu þáttaröðum. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan:
Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein