Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2022 10:47 Baldur fylgist vel með þróun mála í Úkraínu og hefur talað fyrir aukinni og opinni umræðu hérlendis um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira