Þjónar lýðræðisins Þröstur Friðfinnsson skrifar 13. apríl 2022 17:30 Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun