Þrumuræða Davíðs Þórs á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 21:34 Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. Lögregla telur að á Austurvelli hafi komið saman um fjögur til fimm hundruð manns. Slagorðið var „Bjarna burt“, sem kyrjað var við miklar undirtektir. Það hefur gustað um ríkisstjórnina, og einkum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vegna Íslandsbankasölunnar síðustu daga. Hún sætti áfram harðri gagnrýni í dag og í þeim efnum var séra Davíð Þór Jónsson einna aðsópsmestur. „Krafa okkar er skýlaus og sanngjörn. Burt með siðblindingjana úr fjármálakerfinu. Burt með strengjabrúður auðvaldsins úr ríkisstjórn. [...] Það sem blasir við okkur er ógeð á ógeð ofan. Það sem blasir við okkur er að þessu ógeði þarf að bylta. Og það þarf að bylta því núna,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Ræðu Davíðs Þórs má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. Upplifir allt upp á nýtt Annar ræðumaður, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, vildi fjármálaráðherra tafarlaust úr embætti og sagði ábyrgð forsætisráðherra og innviðaráðherra einnig mikla. Og krafa mótmælenda sem hlýddu á ávörpin var skýr. „Ég vil allavega að Bjarni fari burt og segi af sér og axli ábyrgð á þessu hneyksli,“ sagði Bergljót Þorsteinsdóttir. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon voru á sama máli. „Við ákváðum fyrir síðasta hrun að við vildum ekki búa í þessu landi, fluttum í annað land. Bjuggum þar í fjögur ár, komum heim aftur því við erum Íslendingar. Og mér finnst ég vera að upplifa allt aftur. Í morgun var ég komin á netið á Finn.is að leita mér að húsnæði í Noregi. Ég hef ekki orð yfir þetta, ég er svo sorgmædd,“ sagði Sandra. „Þetta er náttúrulega öll stjórnin. Vinstri grænir eiga að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Magnús. Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Lögregla telur að á Austurvelli hafi komið saman um fjögur til fimm hundruð manns. Slagorðið var „Bjarna burt“, sem kyrjað var við miklar undirtektir. Það hefur gustað um ríkisstjórnina, og einkum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vegna Íslandsbankasölunnar síðustu daga. Hún sætti áfram harðri gagnrýni í dag og í þeim efnum var séra Davíð Þór Jónsson einna aðsópsmestur. „Krafa okkar er skýlaus og sanngjörn. Burt með siðblindingjana úr fjármálakerfinu. Burt með strengjabrúður auðvaldsins úr ríkisstjórn. [...] Það sem blasir við okkur er ógeð á ógeð ofan. Það sem blasir við okkur er að þessu ógeði þarf að bylta. Og það þarf að bylta því núna,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Ræðu Davíðs Þórs má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. Upplifir allt upp á nýtt Annar ræðumaður, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, vildi fjármálaráðherra tafarlaust úr embætti og sagði ábyrgð forsætisráðherra og innviðaráðherra einnig mikla. Og krafa mótmælenda sem hlýddu á ávörpin var skýr. „Ég vil allavega að Bjarni fari burt og segi af sér og axli ábyrgð á þessu hneyksli,“ sagði Bergljót Þorsteinsdóttir. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon voru á sama máli. „Við ákváðum fyrir síðasta hrun að við vildum ekki búa í þessu landi, fluttum í annað land. Bjuggum þar í fjögur ár, komum heim aftur því við erum Íslendingar. Og mér finnst ég vera að upplifa allt aftur. Í morgun var ég komin á netið á Finn.is að leita mér að húsnæði í Noregi. Ég hef ekki orð yfir þetta, ég er svo sorgmædd,“ sagði Sandra. „Þetta er náttúrulega öll stjórnin. Vinstri grænir eiga að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Magnús.
Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19
Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56