Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 19. apríl 2022 17:35 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér brak brynvarins farartækis í Úkraínu. Getty/Metin Aktas Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira