Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2022 21:10 Frá Reykjanesi. Eldey sést sem lítill depill við sjóndeildarhringinn. Einar Árnason Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. Eftir meira en tveggja ára óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum hefur athyglin síðustu daga beinst að hafsvæðinu út af Reykjanestá og í kringum Eldey. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Það eru engar vísbendingar um að það séu kvikuhreyfingar, utan dálítið óvenjuleg skjálftavirkni. Það er ekki að sjá færslur á gps-mælingum, sem við höfum séð í hinum 5-6 kvikuinnskotunum, sem hafa verið síðan 2020. En það er líka mögulegt að þetta sé einfaldlega það lítið magn af kviku að það mælist ekki.“ Halldór tekur fram að í dag hafi komið í ljós að skringilegir skjálftar sem fram komu á mælum við Reykjanesvita reyndust stafa frá skurðgröfu sem var að skarka á svæðinu. Skjálftahrinan við Eldey er hins vegar raunveruleg, sem hefur vakið upp spurningar um líkur á neðansjávargosi. Eldey er talin hafa myndast í Reykjaneseldum á 13. öld.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega sviðsmynd sem er vert að taka mjög alvarlega. Það gaus þarna á þrettándu öld nokkrum sinnum í sjó. Og þá var aska sem lagðist meðal annars yfir höfuðborgarsvæðið og myndaði hið svokallaða miðaldalag, sem er notað heilmikið í fornleifafræði til aldursgreininga hérna. Ef slíkur atburður myndi endurtaka sig, þá væri það eitthvað sem höfuðborgarbúar myndu klárlega taka eftir.“ Halldór segir marga hallast að því að nýtt virknitímabil sé hafið á Reykjanesskaga. „Þá gæti í sjálfu sér komið upp gos á ýmsum stöðum. Þannig að það er bara um að gera að fylgjast með og sjá hvað er að gerast,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Eftir meira en tveggja ára óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum hefur athyglin síðustu daga beinst að hafsvæðinu út af Reykjanestá og í kringum Eldey. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðing við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Það eru engar vísbendingar um að það séu kvikuhreyfingar, utan dálítið óvenjuleg skjálftavirkni. Það er ekki að sjá færslur á gps-mælingum, sem við höfum séð í hinum 5-6 kvikuinnskotunum, sem hafa verið síðan 2020. En það er líka mögulegt að þetta sé einfaldlega það lítið magn af kviku að það mælist ekki.“ Halldór tekur fram að í dag hafi komið í ljós að skringilegir skjálftar sem fram komu á mælum við Reykjanesvita reyndust stafa frá skurðgröfu sem var að skarka á svæðinu. Skjálftahrinan við Eldey er hins vegar raunveruleg, sem hefur vakið upp spurningar um líkur á neðansjávargosi. Eldey er talin hafa myndast í Reykjaneseldum á 13. öld.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega sviðsmynd sem er vert að taka mjög alvarlega. Það gaus þarna á þrettándu öld nokkrum sinnum í sjó. Og þá var aska sem lagðist meðal annars yfir höfuðborgarsvæðið og myndaði hið svokallaða miðaldalag, sem er notað heilmikið í fornleifafræði til aldursgreininga hérna. Ef slíkur atburður myndi endurtaka sig, þá væri það eitthvað sem höfuðborgarbúar myndu klárlega taka eftir.“ Halldór segir marga hallast að því að nýtt virknitímabil sé hafið á Reykjanesskaga. „Þá gæti í sjálfu sér komið upp gos á ýmsum stöðum. Þannig að það er bara um að gera að fylgjast með og sjá hvað er að gerast,“ segir jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52
Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12. apríl 2022 21:51