Forysta sem virðir Eflingarfélaga fær virðingu til baka Magnús Freyr Magnússon skrifar 20. apríl 2022 10:31 Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun