Loftslagsváin og litla systir hennar Pétur Heimisson skrifar 20. apríl 2022 21:00 Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Heimisson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Merkileg er sú almenna þjóðarsátt og þverpólitíska samstaða sem náðist um þessa leið og er án efa lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur og sem horft er til víða um heim. Vonandi halda samstaðan og velgengin áfram og vonandi ber okkur gæfa til að læra af þessu og nýta í öðrum verkefnum. Það síðastnefnda er sérlega mikilvægt þar sem Covid-19 á eldri og mun langræknari og illskeyttari systur. Vafinn sem breyttist í vissu Þá að stóru systur, henni Loftslagsvá, sem hefur eðli og innræti farsóttar og hefur þegar spillt umhverfi okkar og hagsæld. Súrnun sjávar, flóð, aurskriður, gróðureldar, tíðari og verri fellibylir eru dæmi um afleiðingar hennar. Fyrrnefnd aðferðafræði gegn Covid-19 byggir á vísindalegri nálgun og að hafa forvarnir og lýðheilsu að leiðarljósi. Við segjum gjarnan "Látum náttúruna njóta vafans". Flest og þ.á.m. undirritaður kannski bara sagt þetta, en síður íhugað hvers það krefst í verki og þá tæplega breytt samkvæmt því. Fyrir áratugum færðu vísindamenn rök fyrir mögulegu sambandi loftslagsbreytinga og athafna fólks, sérlega brennslu jarðefnaeldsneytis. Linnulausar rannsóknir á þessu meinta orsakasambandi hafa hlaðið upp vísindagögnum sem í dag mynda gegnheilan grunn sannana á orsakasambandi mengunar af mannavöldum og loftslagsvár. Því þarf æ sjaldnar að láta náttúruna njóta vafans og við er tekin skylda okkar til að ganga lengra og láta hana njóta vissunnar. Ver(ð)um ekki náttúrulaus Heilsa náttúru og lífríkis er í húfi og þar með grunnforsendur heilbrigðis einstaklinga og lýðheilsu þjóða. Ef orkuskiptin eru rök fyrir að virkja fallvötn og vinda, þá er sú andlega orka (sálræn endurheimt) sem við sækjum í ósnortna náttúru ekki síður rök fyrir að vernda náttúruvettvang sömu fallvatna og vinda. Síðast en ekki síst þá á náttúran sinn tilvistarrétt óháð okkur mannfólki. Ekkert réttlætir lengur það íhald sem er stöðug framsókn í krafti einstefnu undir slaorðinu – er ekki bara best að virkja? Slíkt bæði er og leiðir til náttúrleysis. Höfundur er læknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningar þann 14. maí.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun