Vaktin: Pútín með líf íbúa Mariupol í sínum höndum Viktor Örn Ásgeirsson, Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 21. apríl 2022 07:42 Talið er að hundrað þúsund almennir borgarar séu enn í Mariupol en annar eins fjöldi hefur verið fluttur til Zaporizhzhia á síðustu vikum. AP/Leo Correa Borgarstjóri Mariupol segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta hafa líf íbúa Mariupol í sínum höndum. Úkraínskir hermenn berjast enn í borginni þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að borgin hafi verið frelsuð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volódímír Selenskí segir ástandið í Mariupol fara ört versnandi. Úkraínumenn vilja leggja meiri þunga í samningaviðræður við Rússa um borgina. Varnamálaráðherra Rússlands segir þá hafa náð yfirráðum yfir Mariupol að Azovstal stálverksmiðjunni undanskildri. Rússlandsforseti hefur ákveðið að stöðva árásina á verksmiðjuna en ríflega þúsund almennir borgarar eru innikróaðir í verksmiðjunni. Gervihnattamyndir virðast sýna ríflega 300 metra langa fjöldagröf við útjaðar Mariupol. Talið er að allt að níu þúsund lík séu þar. Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna segjast hafa veitt Úkraínumönnum styrk upp á 24 milljarða bandaríkjadala. Þeir kveðast tilbúnir að styrkja landið enn frekar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna í dag um viðbótarframlög til Úkraínu. Þar á meðal verði hernaðargögn önnur aðstoð. Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Selenskí Úkraínuforseti er bjartsýnn á að Úkraínumenn geti gengið í ESB með „ógnarhraða.“ Hann fundaði með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Vestrænar tölvuöryggisstofnanir vara við rússneskum tölvuárásum. Gert er ráð fyrir því að Rússar muni ráðast á fyrirtæki og lönd sem styðji Úkraínu. Vakt gærdagsins má finna hér.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volódímír Selenskí segir ástandið í Mariupol fara ört versnandi. Úkraínumenn vilja leggja meiri þunga í samningaviðræður við Rússa um borgina. Varnamálaráðherra Rússlands segir þá hafa náð yfirráðum yfir Mariupol að Azovstal stálverksmiðjunni undanskildri. Rússlandsforseti hefur ákveðið að stöðva árásina á verksmiðjuna en ríflega þúsund almennir borgarar eru innikróaðir í verksmiðjunni. Gervihnattamyndir virðast sýna ríflega 300 metra langa fjöldagröf við útjaðar Mariupol. Talið er að allt að níu þúsund lík séu þar. Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna segjast hafa veitt Úkraínumönnum styrk upp á 24 milljarða bandaríkjadala. Þeir kveðast tilbúnir að styrkja landið enn frekar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna í dag um viðbótarframlög til Úkraínu. Þar á meðal verði hernaðargögn önnur aðstoð. Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Selenskí Úkraínuforseti er bjartsýnn á að Úkraínumenn geti gengið í ESB með „ógnarhraða.“ Hann fundaði með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Vestrænar tölvuöryggisstofnanir vara við rússneskum tölvuárásum. Gert er ráð fyrir því að Rússar muni ráðast á fyrirtæki og lönd sem styðji Úkraínu. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira