Fjárfestana úr bílstjórasætinu Helga Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2022 07:00 Undanfarin ár hafa ákvarðanir um skipulagsmál í Kópavogi markast af þörfum fjárfesta sem í krafti mikils fjármagns kaupa upp eignir og svæði í trausti þess að hagnast að lokum á breyttu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld, sem ber að annast deiliskipulag, hafa gengið í þeirra lið og heimilað þeim að taka frumkvæði í skipulagsmálum. Þannig hafa fjárfestar keypt eignir beinlínis til niðurrifs og síðan fengið heimildir bæjaryfirvalda til að gera vinnslutillögur um fordæmalaust byggingarmagn á „þróunarreitum“. Fjárfestarnir selja byggingarréttinn áfram til verktaka og ætlast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð – milligöngu – sem hvergi er gert ráð fyrir í skipulags- og uppbyggingarreglum. Með þessu eykst kostnaður verktaka sem loks endurspeglast í síhækkandi íbúðarverði. Verði sem kaupendur axla. Skipulag fyrir fólk, ekki fjármagn Skipulagsáætlanir snúast um skynsamlega nýtingu lands með almannahagsmuni að leiðarljósi, þróun mannvæns samfélags, þjónustu og samgöngur, samræmt og fallegt útlit byggðar, lýðheilsu og lífsskilyrði fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Að lögum ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Með verklagi Kópavogsbæjar taka skammtíma hagnaðarsjónarmið völdin. Hagur bæjarbúa um uppbyggingu til aukinna lífsgæða, jafnt fyrir þá sem fyrir eru og hina sem boðnir eru velkomnir, er hinsvegar fyrir borð borinn. Þátttökulýðræði Vinir Kópavogs leggja höfuðáherslu á að þátttökulýðræðið þjóni tilgangi sínum. Íbúar í grennd deiliskipulagsreita eiga rétt á að hlustað sé á skoðanir þeirra, ekki bara til málamynda til að tikka í box. Lausnirnar verða betri með þannig verklagi og sáttin og traustið í samfélaginu líka. Þátttaka byggingarfyrirtækja og verktaka er nauðsynleg í uppbyggingu bæjarins. Fjárfestum sem milliliðum er ofaukið. Það þarf líka að vanda tímasetningar. Þegar bæjaryfirvöld hafa átt gott samtal við bæjarbúa og komin er niðurstaða um megin forsendur í skipulagi er fyrst tímabært að kalla athafnamennina til verka. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa ákvarðanir um skipulagsmál í Kópavogi markast af þörfum fjárfesta sem í krafti mikils fjármagns kaupa upp eignir og svæði í trausti þess að hagnast að lokum á breyttu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld, sem ber að annast deiliskipulag, hafa gengið í þeirra lið og heimilað þeim að taka frumkvæði í skipulagsmálum. Þannig hafa fjárfestar keypt eignir beinlínis til niðurrifs og síðan fengið heimildir bæjaryfirvalda til að gera vinnslutillögur um fordæmalaust byggingarmagn á „þróunarreitum“. Fjárfestarnir selja byggingarréttinn áfram til verktaka og ætlast til að fá eitthvað fyrir sinn snúð – milligöngu – sem hvergi er gert ráð fyrir í skipulags- og uppbyggingarreglum. Með þessu eykst kostnaður verktaka sem loks endurspeglast í síhækkandi íbúðarverði. Verði sem kaupendur axla. Skipulag fyrir fólk, ekki fjármagn Skipulagsáætlanir snúast um skynsamlega nýtingu lands með almannahagsmuni að leiðarljósi, þróun mannvæns samfélags, þjónustu og samgöngur, samræmt og fallegt útlit byggðar, lýðheilsu og lífsskilyrði fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Að lögum ber sveitarstjórn ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Með verklagi Kópavogsbæjar taka skammtíma hagnaðarsjónarmið völdin. Hagur bæjarbúa um uppbyggingu til aukinna lífsgæða, jafnt fyrir þá sem fyrir eru og hina sem boðnir eru velkomnir, er hinsvegar fyrir borð borinn. Þátttökulýðræði Vinir Kópavogs leggja höfuðáherslu á að þátttökulýðræðið þjóni tilgangi sínum. Íbúar í grennd deiliskipulagsreita eiga rétt á að hlustað sé á skoðanir þeirra, ekki bara til málamynda til að tikka í box. Lausnirnar verða betri með þannig verklagi og sáttin og traustið í samfélaginu líka. Þátttaka byggingarfyrirtækja og verktaka er nauðsynleg í uppbyggingu bæjarins. Fjárfestum sem milliliðum er ofaukið. Það þarf líka að vanda tímasetningar. Þegar bæjaryfirvöld hafa átt gott samtal við bæjarbúa og komin er niðurstaða um megin forsendur í skipulagi er fyrst tímabært að kalla athafnamennina til verka. Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslita Vina Kópavogs og er fyrrverandi borgarrritari og bæjarstjóri.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar