Intellecon og BBA//Fjeldco styrkt til að kanna nýtingu jarðvarma til að þurrka te í Kenía Heimsljós 22. apríl 2022 13:06 Telauf tínd í Kenía Marcel Crozet / ILO Ráðgjafafyrirtækið Intellecon ehf. og lögfræðistofan BBA//Fjeldco hyggjast, með stuðningi Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu, kanna möguleikann á fjölnýtingu jarðvarma við þurrkun á te í Kenía í samstarfi við þarlenda aðila, Geothermal Development Company og Rosekey Foods. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon undirrituðu samning þess efnis í síðustu viku. Terækt er mikilvæg atvinnugrein í Kenía en hún felur í sér töluverð umhverfisáhrif. Með fjölnýtingu jarðvarma má draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum atvinnugreinarinnar. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega við markmið átta um góða atvinnu og hagvöxt, markmið tólf um ábyrga neyslu og framleiðslu og markmið þrettán um aðgerðir í loftlagsmálum. Verkefnið getur stuðlað að markverðum árangri við að hefta útblástur koltvísýrings (CO2) frá Kenía. Árið 2002 var áætlað að í Kenía hafi verið brennd 155 þúsund tonn af timbri til að þurrka te og önnur matvæli. Um 1,8 tonn af koltvísýringi sleppur út í andrúmsloftið fyrir hvert tonn af timbri sem er brennt. Því má áætla að árið 2002 hafi um 300 þúsund tonnum af koltvísýringi verið sleppt út í andrúmsloftið vegna þurrkunar matvæla í Kenía. Til að setja þennan útblástur í samhengi þá hafa Íslendingar frá árinu 1912 til 2019 sparað um 400 þúsund tonn af koltvísýringi með því að nýta jarðvarma frekar en kol. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon. Verkefnið er samstarfsverkefni ráðgjafafyrirtækisins Intellecon og lögfræðistofunnar BBA//Fjeldco sem hafa mikla og vaxandi reynslu af verkefnum tengdum jarðhita og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum í þróunarlöndum. Ef vel tekst til í samstarfi landanna á sviði orkugeira og matvælaframleiðslu standa vonir til þess að fleiri tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar verði til þar í landi. Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst einnig möguleiki til aukinna viðskipta á nýjum mörkuðum. Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 3. maí. Nánari upplýsingar er að finna á utn.is/atvinnulifogthroun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Orkumál Loftslagsmál Matvælaframleiðsla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent
María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon undirrituðu samning þess efnis í síðustu viku. Terækt er mikilvæg atvinnugrein í Kenía en hún felur í sér töluverð umhverfisáhrif. Með fjölnýtingu jarðvarma má draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum atvinnugreinarinnar. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega við markmið átta um góða atvinnu og hagvöxt, markmið tólf um ábyrga neyslu og framleiðslu og markmið þrettán um aðgerðir í loftlagsmálum. Verkefnið getur stuðlað að markverðum árangri við að hefta útblástur koltvísýrings (CO2) frá Kenía. Árið 2002 var áætlað að í Kenía hafi verið brennd 155 þúsund tonn af timbri til að þurrka te og önnur matvæli. Um 1,8 tonn af koltvísýringi sleppur út í andrúmsloftið fyrir hvert tonn af timbri sem er brennt. Því má áætla að árið 2002 hafi um 300 þúsund tonnum af koltvísýringi verið sleppt út í andrúmsloftið vegna þurrkunar matvæla í Kenía. Til að setja þennan útblástur í samhengi þá hafa Íslendingar frá árinu 1912 til 2019 sparað um 400 þúsund tonn af koltvísýringi með því að nýta jarðvarma frekar en kol. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon. Verkefnið er samstarfsverkefni ráðgjafafyrirtækisins Intellecon og lögfræðistofunnar BBA//Fjeldco sem hafa mikla og vaxandi reynslu af verkefnum tengdum jarðhita og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum í þróunarlöndum. Ef vel tekst til í samstarfi landanna á sviði orkugeira og matvælaframleiðslu standa vonir til þess að fleiri tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar verði til þar í landi. Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst einnig möguleiki til aukinna viðskipta á nýjum mörkuðum. Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 3. maí. Nánari upplýsingar er að finna á utn.is/atvinnulifogthroun. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Orkumál Loftslagsmál Matvælaframleiðsla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent