Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þyrlunni hafi verið lent á Landspítalanum í Fossvogi nú skömmu eftir klukkan tvö.
Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu en þyrlan var kölluð út á hæsta viðbúnaðarstigi.