„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 11:55 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir verra að eiga þinglega umræðu um söluna á Íslandsbanka í dag án þeirra upplýsinga sem hefðu átt að koma fram í máli Bankasýslu ríkisins á opnum fundi fjárlaganefndar í dag. Bankasýslan bað um tveggja daga frest. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. „Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
„Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37
Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59