Forsetinn keypti fyrsta ljósið eftir æsilega Síkisferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2022 13:42 Guðni forseti ásamt meðlimum Reykjavíkurdætra og fulltrúum Barnaheilla-Save the Children. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla-Save the Children á Íslandi en söfnunin hófst í dag og stendur til 4. maí. Safnað er til styrktar verkefninu Verndarar barna, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi á börnum. Söfnunin ber heitið „Hjálpumst að við að vernda börn”. Markmið verkefnisins er að efla vitundarvakningu og fræðslu í forvörnum gegn kynferðisofbeldi, meðal annars með öflugum námskeiðum fyrir þá sem vilja fá þjálfun í að fyrirbyggja kynferðisofbeldi og bregðast við af ábyrgð. Hægt er að styrkja átakið með kaupum á ljósum, til dæmis á vef Barnaheilla. Guðni forseti var mættur við opnun söfnunarinnar í húsakynnum Barnaheilla að Fákafeni 9 klukkan ellefu í morgun. Forsetinn var staddur í Síkinu á Sauðarkróki í gærkvöldi þar sem æsilegur leikur heimamanna í Tindastóli gegn Njarðvíkingum í undanúrslitum Subway-deildar karla fór fram. Tindastóll sigraði að loknum tvíframlengdum leik og má reikna að fosetinn, sem er íþróttaáhugamaður mikill, hafi því ekki verið kominn á höfuðborgarsvæðið fyrr en seint í nótt. Það var þó ekki að sjá á honum neinn svefnmissi við opnun söfnunarinnar í morgun. Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var á staðnum við upphaf söfnunarinnar og fluttu ávarp. Fréttin hefur verið uppfærð en Reykjavíkurdætur fluttu ávarp í stað fyrirhugaðs flutnings á lagi. Hjálparstarf Ofbeldi gegn börnum Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Markmið verkefnisins er að efla vitundarvakningu og fræðslu í forvörnum gegn kynferðisofbeldi, meðal annars með öflugum námskeiðum fyrir þá sem vilja fá þjálfun í að fyrirbyggja kynferðisofbeldi og bregðast við af ábyrgð. Hægt er að styrkja átakið með kaupum á ljósum, til dæmis á vef Barnaheilla. Guðni forseti var mættur við opnun söfnunarinnar í húsakynnum Barnaheilla að Fákafeni 9 klukkan ellefu í morgun. Forsetinn var staddur í Síkinu á Sauðarkróki í gærkvöldi þar sem æsilegur leikur heimamanna í Tindastóli gegn Njarðvíkingum í undanúrslitum Subway-deildar karla fór fram. Tindastóll sigraði að loknum tvíframlengdum leik og má reikna að fosetinn, sem er íþróttaáhugamaður mikill, hafi því ekki verið kominn á höfuðborgarsvæðið fyrr en seint í nótt. Það var þó ekki að sjá á honum neinn svefnmissi við opnun söfnunarinnar í morgun. Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var á staðnum við upphaf söfnunarinnar og fluttu ávarp. Fréttin hefur verið uppfærð en Reykjavíkurdætur fluttu ávarp í stað fyrirhugaðs flutnings á lagi.
Hjálparstarf Ofbeldi gegn börnum Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira