Sagði skilið við fjármálaheiminn til að gerast vínbóndi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. apríl 2022 23:16 Íslenskur doktor í stærðfræði ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn, láta drauminn rætast og gerast vínbóndi í Sviss. Hann er nú á landinu að kynna vín sitt fyrir Íslendingum og býður öllum sem vilja að koma að smakka. Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend
Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent