Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í leik með ÍBV á móti Val í Olís deildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti) Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti)
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira