„Þessir brjóstapúðar eru baneitraðir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Ásta Erla Jónasdóttir markþjálfi hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum frá því að hún stofnaði síðuna Náttúruleg heilsuvegferð þar sem hún deilir sinni sögu með fylgjendum. Hún hefur glímt við veikindi vegna brjóstapúða sem hún fékk fyrir fimmtán árum og segir hún mikilvægt að opna umræðuna um hættuna sem getur fylgt brjóstastækkunum. Eva Laufey fékk að heyra sögu Ástu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nítján ára fer ég í fimmtán mínútna viðtal hjá lýtalækni og ákvað þá að fá mér silíkon brjóstapúða sem heita PIP og þeir eru ólöglegir í dag. Ég ásamt fjöldi annarra kvenna eru enn í málaferlum. Þessi brjóstapúðar eru baneitraðir. Þar er iðnaðar silíkon, epoxy, bindiefni, taugaeitur og bara allskonar stórhættuleg efni sem er í þessum púðum. Þessi púðar voru síðan fimm hundruð prósent líklegri til þess að rofna heldur en aðrir,“ segir Ásta sem sjálf var með rofinn púða. Síðastliðin fjórtján ár hefur Ásta glímt við mikil veikindi vegna púðana. „Ári eftir að ég fæ púðana byrja ég að fá ýmiskonar heilsufarsleg vandamál. Ég hef alltaf verið heilsuhraust, borðað hollan mat og hreyft mig mikið og ég hef aldrei upplifað eins mikil veikindi og síðustu fjórtán ár, þetta hefur verið ótrúlegt.“ Heilsu Ástu hrakaði hratt eftir brjóstaaðgerðina og þurfti að fara æ oftar í veikindaleyfi frá vinnu og var meðal annars greind með gigt, en aldrei vissi hún hvað amaði að henni. „Árið 2013 kemur upp þetta PIP- brjóstapúðamál. Ég tengdi ekkert brjóstin mín við þessi veikindi en þegar maður les um þetta núna er þetta svo borðleggjandi að þetta er rótin af þessu. Þegar ég mæti inn á borð til lýtalæknis, þá er ég nítján ára gömul og ég fæ fimmtán mínútna viðtal og hann segir bara, já við reddum þessu. Það er ekkert verið að upplýsa mig um að skera í brjóstvöðva er alveg heilmikil aðgerð. Svo er þessu aðskotahlut troðið undir húð og þetta liggur síðan á rifbeinunum á manni alveg upp við hjarta og lungu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. PIP-brjóstapúðar Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Hún hefur glímt við veikindi vegna brjóstapúða sem hún fékk fyrir fimmtán árum og segir hún mikilvægt að opna umræðuna um hættuna sem getur fylgt brjóstastækkunum. Eva Laufey fékk að heyra sögu Ástu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nítján ára fer ég í fimmtán mínútna viðtal hjá lýtalækni og ákvað þá að fá mér silíkon brjóstapúða sem heita PIP og þeir eru ólöglegir í dag. Ég ásamt fjöldi annarra kvenna eru enn í málaferlum. Þessi brjóstapúðar eru baneitraðir. Þar er iðnaðar silíkon, epoxy, bindiefni, taugaeitur og bara allskonar stórhættuleg efni sem er í þessum púðum. Þessi púðar voru síðan fimm hundruð prósent líklegri til þess að rofna heldur en aðrir,“ segir Ásta sem sjálf var með rofinn púða. Síðastliðin fjórtján ár hefur Ásta glímt við mikil veikindi vegna púðana. „Ári eftir að ég fæ púðana byrja ég að fá ýmiskonar heilsufarsleg vandamál. Ég hef alltaf verið heilsuhraust, borðað hollan mat og hreyft mig mikið og ég hef aldrei upplifað eins mikil veikindi og síðustu fjórtán ár, þetta hefur verið ótrúlegt.“ Heilsu Ástu hrakaði hratt eftir brjóstaaðgerðina og þurfti að fara æ oftar í veikindaleyfi frá vinnu og var meðal annars greind með gigt, en aldrei vissi hún hvað amaði að henni. „Árið 2013 kemur upp þetta PIP- brjóstapúðamál. Ég tengdi ekkert brjóstin mín við þessi veikindi en þegar maður les um þetta núna er þetta svo borðleggjandi að þetta er rótin af þessu. Þegar ég mæti inn á borð til lýtalæknis, þá er ég nítján ára gömul og ég fæ fimmtán mínútna viðtal og hann segir bara, já við reddum þessu. Það er ekkert verið að upplýsa mig um að skera í brjóstvöðva er alveg heilmikil aðgerð. Svo er þessu aðskotahlut troðið undir húð og þetta liggur síðan á rifbeinunum á manni alveg upp við hjarta og lungu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
PIP-brjóstapúðar Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira