Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. apríl 2022 12:46 Skepta kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2015 fyrir troðfullt Listasafn Reykjavíkur. getty/Joseph Okpako/WireImage Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. Skepta er einn af helstu frumkvöðlum hinnar svokölluðu grime-tónlistastefnu sem er einkennandi fyrir Bretland. Hún hefur náð sífellt meiri vinsældum með árunum og er óhætt að segja að Skepta hafi á undanförnum árum stimplað sig inn sem vinsælasta rappara stefnunnar og einn af stærstu tónlistarmönnum Bretlands. Almennt er litið á hann sem konung bresku rappsenunnar. „Það má segja að hann sé svona fyrsti breski rapparinn sem svona brýst út fyrir landsteina Bretlands og gerir það gott,“ segir Snorri Ástráðsson einn þeirra sem heldur utan um tónleikana en það er viðburðafyrirtækið Garcia Events sem stendur fyrir þeim. Stærsti rappari sem kemur til landsins í langan tíma Skepta kom fram á Iceland Airwaves árið 2015 en mun í sumar halda sína fyrstu sólótónleika á Íslandi. Þeir verða haldnir í Vodafonehöllinni þann 1. júlí næstkomandi. Snorri segir miðasalan verði á tix.is og að það opni fyrir skráningu í forsölu strax í dag. Almenn miðasala opnast svo 3. maí. Miðinn mun kosta 6.990 krónur. Skepta á sér stóran aðdáendahóp meðal yngri kynslóðarinnar á Íslandi sem má líklega að einhverju leyti rekja til þess þegar hann kom til landsins á Airwaves en hann hefur einnig slegið í gegn með ýmsum slögurum á borð við Shutdown, It Ain't Safe og That's not me, svo fáein séu nefnd. Einnig hefur hann komið fram á plötum einhverra stærstu tónlistarmanna heims, til dæmis með eftirminnilegu lagi á einni plötu Drake, sem hefur verið vinsælasti tónlistarmaður heims um skeið. „Hann hefur alltaf verið í mikilli spilun á skemmtistöðum Reykjavíkur og í daglegu lífi fólks þannig ég held að hann eigi bara mjög sterkan aðdáendahóp hér heima og svo er hann líka bara mjög spennandi tónlistarmaður sem allir hafa svo sem heyrt um. Þannig ég held að það verði enginn svikinn af að skella sér í Valshöllina 1. júlí,“ segir Snorri. Og nú kemur Skepta aftur til Íslands sjö árum frá því hann var hér síðast en nú til að halda sína eigin tónleika. „Það má segja að þetta sé jú vissulega uppi með stærstu röppurum sem hafa komið til Íslands að spila. Allavega síðustu fimm, sex eða sjö ár,“ segir Snorri. Já, tvímælalaust einn stærsti rappari sem hefur haldið tónleika hér á landi í mörg ár og óhætt að gera ráð fyrir að íslensk ungmenni gleðjist mjög yfir því tækifæri að sjá hann flytja lög sín með eigin augum. Tónlist Reykjavík Íslandsvinir Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Skepta er einn af helstu frumkvöðlum hinnar svokölluðu grime-tónlistastefnu sem er einkennandi fyrir Bretland. Hún hefur náð sífellt meiri vinsældum með árunum og er óhætt að segja að Skepta hafi á undanförnum árum stimplað sig inn sem vinsælasta rappara stefnunnar og einn af stærstu tónlistarmönnum Bretlands. Almennt er litið á hann sem konung bresku rappsenunnar. „Það má segja að hann sé svona fyrsti breski rapparinn sem svona brýst út fyrir landsteina Bretlands og gerir það gott,“ segir Snorri Ástráðsson einn þeirra sem heldur utan um tónleikana en það er viðburðafyrirtækið Garcia Events sem stendur fyrir þeim. Stærsti rappari sem kemur til landsins í langan tíma Skepta kom fram á Iceland Airwaves árið 2015 en mun í sumar halda sína fyrstu sólótónleika á Íslandi. Þeir verða haldnir í Vodafonehöllinni þann 1. júlí næstkomandi. Snorri segir miðasalan verði á tix.is og að það opni fyrir skráningu í forsölu strax í dag. Almenn miðasala opnast svo 3. maí. Miðinn mun kosta 6.990 krónur. Skepta á sér stóran aðdáendahóp meðal yngri kynslóðarinnar á Íslandi sem má líklega að einhverju leyti rekja til þess þegar hann kom til landsins á Airwaves en hann hefur einnig slegið í gegn með ýmsum slögurum á borð við Shutdown, It Ain't Safe og That's not me, svo fáein séu nefnd. Einnig hefur hann komið fram á plötum einhverra stærstu tónlistarmanna heims, til dæmis með eftirminnilegu lagi á einni plötu Drake, sem hefur verið vinsælasti tónlistarmaður heims um skeið. „Hann hefur alltaf verið í mikilli spilun á skemmtistöðum Reykjavíkur og í daglegu lífi fólks þannig ég held að hann eigi bara mjög sterkan aðdáendahóp hér heima og svo er hann líka bara mjög spennandi tónlistarmaður sem allir hafa svo sem heyrt um. Þannig ég held að það verði enginn svikinn af að skella sér í Valshöllina 1. júlí,“ segir Snorri. Og nú kemur Skepta aftur til Íslands sjö árum frá því hann var hér síðast en nú til að halda sína eigin tónleika. „Það má segja að þetta sé jú vissulega uppi með stærstu röppurum sem hafa komið til Íslands að spila. Allavega síðustu fimm, sex eða sjö ár,“ segir Snorri. Já, tvímælalaust einn stærsti rappari sem hefur haldið tónleika hér á landi í mörg ár og óhætt að gera ráð fyrir að íslensk ungmenni gleðjist mjög yfir því tækifæri að sjá hann flytja lög sín með eigin augum.
Tónlist Reykjavík Íslandsvinir Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira