Fleiri valkostir í Reykjavík Einar Karl Friðriksson skrifar 29. apríl 2022 11:30 Þegar Reykjavík óx sem hraðast á seinustu öld og breyttist úr smábæ í borg trúði fólk á einkabílinn sem allsherjar samgöngulausn. Og vissulega er einkabíllinn þægilegur og gagnlegur og gerir okkur kleift að ferðast hvenær og hvert sem er. Ég á einn slíkan og nota öðru hvoru. En borgir sem taka mið af því að allir ferðist á bílum verða að borgum þar sem allir þurfa að ferðast á bílum. Og þær fyllast af bílum. Fleiri og fleiri stærri sem smærri borgir í löndum í kringum okkur hafa því unnið að því að fjölga öðrum valkostum í samgöngum og takmarka bílaumferð þar sem því verður við komið. Borgarlínan er slíkur viðbótar valkostur. Ekki bara samgöngutæki En Borgarlínan er ekki bara samgöngutæki, þægilegri strætó, heldur mjög mikilvægur þáttur í skipulagi. Þannig liggur fyrir nýtt og metnaðarfullt skipulag á fjölmennu og flottu hverfi á Ártúnshöfða sem verður beintengt við miðbæinn, og háskólana báða með Borgarlínu. Línan fer í gegnum nýja Vogahverfið og fram hjá Skeifusvæðinu sem hefur mikla möguleika til spennandi þróunar. Það mun auðvelda íbúum nýja hverfisins að ferðast með öðrum hætti en bíl og þýðir að hverfið sjálft má skipuleggja þannig að ekki þurfi jafn mikið pláss undir mannvirki tengdum bílum og bílaumferð. Þannig fæst þétt byggt en samt rólegt hverfi með grænum svæðum og vistlegum almenningsrýmum. Þaðan mun svo Borgarlínan liggja áfram til austurs upp í Keldnaholt þar sem annað nýtt hverfi mun rísa, með blandaðri byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Þannig er tryggt strax í upphafi að Borgarlínan komist greitt beint í gegnum hin nýju hverfi og mestur þéttleiki og þjónusta höfð meðfram línunni. Hinn valkosturinn, að brjóta land í jaðri byggðar undir ný en hefðbundin úthverfi, myndi skapa mun meiri heildarumferð enda myndi byggð dreifast enn meira og ný hverfi byggjast þar sem erfitt er að bjóða nærþjónustu og góðar almenningssamgöngur. Skynsöm og fagleg nálgun Með nýrri heildarhugsun í skipulagi er fleirum gert kleift að sleppa því að eiga bíl, eða að fækka bílum á heimili og þeir sem eiga bíl geta sleppt því að nota bílinn alla daga í og úr vinnu. Þetta eru ekki öfgar, langt í frá, heldur einfaldlega skynsöm og fagleg nálgun sem skapar betri borg. Viðreisn styður Borgarlínu og hefur í borgarstjórn greitt götu þess verkefnis síðastliðið kjörtímabil með öðrum mikilvægum skipulagsverkefnum, sem meðal annars hefur skilað metfjölda fullgerðra íbúða sl. þrjú ár. Við í Viðreisn höfum á stefnuskrá okkar að tryggja á næsta kjörtímabili lóðir fyrir í það minnsta 2000 nýjar íbúðir á ári. Borgarlínan er tromp í metnaðarfullu framtíðarskipulagi borgarinnar. Þannig verður borgin áfram eftirsóttur staður fyrir næstu kynslóðir og getur þróast sem öflug, sjálfbær, falleg og skemmtileg borg. Höfundur skipar 16. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Sjá meira
Þegar Reykjavík óx sem hraðast á seinustu öld og breyttist úr smábæ í borg trúði fólk á einkabílinn sem allsherjar samgöngulausn. Og vissulega er einkabíllinn þægilegur og gagnlegur og gerir okkur kleift að ferðast hvenær og hvert sem er. Ég á einn slíkan og nota öðru hvoru. En borgir sem taka mið af því að allir ferðist á bílum verða að borgum þar sem allir þurfa að ferðast á bílum. Og þær fyllast af bílum. Fleiri og fleiri stærri sem smærri borgir í löndum í kringum okkur hafa því unnið að því að fjölga öðrum valkostum í samgöngum og takmarka bílaumferð þar sem því verður við komið. Borgarlínan er slíkur viðbótar valkostur. Ekki bara samgöngutæki En Borgarlínan er ekki bara samgöngutæki, þægilegri strætó, heldur mjög mikilvægur þáttur í skipulagi. Þannig liggur fyrir nýtt og metnaðarfullt skipulag á fjölmennu og flottu hverfi á Ártúnshöfða sem verður beintengt við miðbæinn, og háskólana báða með Borgarlínu. Línan fer í gegnum nýja Vogahverfið og fram hjá Skeifusvæðinu sem hefur mikla möguleika til spennandi þróunar. Það mun auðvelda íbúum nýja hverfisins að ferðast með öðrum hætti en bíl og þýðir að hverfið sjálft má skipuleggja þannig að ekki þurfi jafn mikið pláss undir mannvirki tengdum bílum og bílaumferð. Þannig fæst þétt byggt en samt rólegt hverfi með grænum svæðum og vistlegum almenningsrýmum. Þaðan mun svo Borgarlínan liggja áfram til austurs upp í Keldnaholt þar sem annað nýtt hverfi mun rísa, með blandaðri byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Þannig er tryggt strax í upphafi að Borgarlínan komist greitt beint í gegnum hin nýju hverfi og mestur þéttleiki og þjónusta höfð meðfram línunni. Hinn valkosturinn, að brjóta land í jaðri byggðar undir ný en hefðbundin úthverfi, myndi skapa mun meiri heildarumferð enda myndi byggð dreifast enn meira og ný hverfi byggjast þar sem erfitt er að bjóða nærþjónustu og góðar almenningssamgöngur. Skynsöm og fagleg nálgun Með nýrri heildarhugsun í skipulagi er fleirum gert kleift að sleppa því að eiga bíl, eða að fækka bílum á heimili og þeir sem eiga bíl geta sleppt því að nota bílinn alla daga í og úr vinnu. Þetta eru ekki öfgar, langt í frá, heldur einfaldlega skynsöm og fagleg nálgun sem skapar betri borg. Viðreisn styður Borgarlínu og hefur í borgarstjórn greitt götu þess verkefnis síðastliðið kjörtímabil með öðrum mikilvægum skipulagsverkefnum, sem meðal annars hefur skilað metfjölda fullgerðra íbúða sl. þrjú ár. Við í Viðreisn höfum á stefnuskrá okkar að tryggja á næsta kjörtímabili lóðir fyrir í það minnsta 2000 nýjar íbúðir á ári. Borgarlínan er tromp í metnaðarfullu framtíðarskipulagi borgarinnar. Þannig verður borgin áfram eftirsóttur staður fyrir næstu kynslóðir og getur þróast sem öflug, sjálfbær, falleg og skemmtileg borg. Höfundur skipar 16. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun