Hættu loks við að stöðva hátíð sem þrír Íslendingar taka þátt í Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 16:31 Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur í Brann fá að mæta Vålerenga á grasinu á Brann Stadion þrátt fyrir fyrri mótbárur Vålerenga. brann.no Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann ætla sér að skapa mikla hátíð og stemningu í kringum leikinn við Vålerenga í úrvalsdeild kvenna í Noregi. Vålerenga sagði ítrekað nei við því en hefur nú loks snúist hugur. Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira