Fagna tíu árum FM95BLÖ með kvöldi sem verður „aldrei toppað“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. apríl 2022 15:03 Auðunn Blöndal og félagar í útvarpsþættinum FM95BLÖ slá til stórtónleika í Laugardalshöllinni til að fagna áratug í loftinu. „Ótrúlegt en satt þá finnst mér þetta ennþá jafn gaman, eftir 10 ár í loftinu,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Föstudaginn 4. nóvember 2011 fór fyrsti þáttur F595BLÖ í loftið á útvarpsstöðinni FM957 og var því þátturinn tíu ára í vetur. En eins og flest stórafmæli undanfarin misseri frestaðist þetta afmæli um nokkra mánuði og verður því slegið til veislu þann 13. maí með stórtónleikum í Laugardalshöll. Í tilefni stórafmælis FM95blö hentu þeir Auddi, Steindi og Egill í nýtt lag sem ber nafnið Aldrei toppað. Hefðir þú trúað því þá að þátturinn yrði svona langlífur þegar þið byrjuðuð fyrir áratug? „Nei aldrei. Og trúi því varla ennþá...!“ Auðunn segir lykill að velgengni þáttanna vera metnað og góðan undirbúning og hann svekki sig alltaf á því ef honum finnist ekki nógu vel til takast. Ég finn það ennþá strax eftir hvern þátt hvort hann hafi verið góður eða ekki. Ég verð pirraður ef mér fannst hann bara lala og passa að það endurtaki sig ekki næsta föstudag. Aðspurður hvort að hann ætli sér að stefna á tíu ár í viðbót hlær hann og segir: „Tökum bara einn þátt í einu en ég hef lært það í gegnum árin að maður á ekki að setja sér tímaramma á neitt svona. Bara að njóta þess á meðan það er.“ Félagarnir í FM95Blö eru þekktir fyrir að gefa út sín eigin þjóðhátíðarlög sem hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin en í tilefni stórafmælisins ákváðu þeir að splæsa í einn afmælis-hittara. Lagið heitir Aldrei toppað og er samið af FM95BLÖ í samstarfi við Ásgeir Orra úr Stop Wait Go. „Lagið er í raun og veru um það að við séum búnir að vera í loftinu í áratug og ætlum að fagna því í Laugardalshöllinni. Á kvöldi sem aldrei verður toppað. Við hverju geta tónleikagestir búist? „Við erum búnir að sanka að okkur geggjuðu tónlistarfólki sem ætlar að troða þarna upp með okkur afmælisbörnunum en svo mun Basehunter loka kvöldinu,“ ,segir Auðunn augljóslega vel peppaður. Meðal glæsilegra gesta á afmælistónleikunum verða þau Frikki Dór, Bríet, Aron Can, Birgitta Haukdal, Clubdub, Jóhanna Guðrún, Sverrir Bergmann, Flóni, Birnir og Sveppi. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Föstudaginn 4. nóvember 2011 fór fyrsti þáttur F595BLÖ í loftið á útvarpsstöðinni FM957 og var því þátturinn tíu ára í vetur. En eins og flest stórafmæli undanfarin misseri frestaðist þetta afmæli um nokkra mánuði og verður því slegið til veislu þann 13. maí með stórtónleikum í Laugardalshöll. Í tilefni stórafmælis FM95blö hentu þeir Auddi, Steindi og Egill í nýtt lag sem ber nafnið Aldrei toppað. Hefðir þú trúað því þá að þátturinn yrði svona langlífur þegar þið byrjuðuð fyrir áratug? „Nei aldrei. Og trúi því varla ennþá...!“ Auðunn segir lykill að velgengni þáttanna vera metnað og góðan undirbúning og hann svekki sig alltaf á því ef honum finnist ekki nógu vel til takast. Ég finn það ennþá strax eftir hvern þátt hvort hann hafi verið góður eða ekki. Ég verð pirraður ef mér fannst hann bara lala og passa að það endurtaki sig ekki næsta föstudag. Aðspurður hvort að hann ætli sér að stefna á tíu ár í viðbót hlær hann og segir: „Tökum bara einn þátt í einu en ég hef lært það í gegnum árin að maður á ekki að setja sér tímaramma á neitt svona. Bara að njóta þess á meðan það er.“ Félagarnir í FM95Blö eru þekktir fyrir að gefa út sín eigin þjóðhátíðarlög sem hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin en í tilefni stórafmælisins ákváðu þeir að splæsa í einn afmælis-hittara. Lagið heitir Aldrei toppað og er samið af FM95BLÖ í samstarfi við Ásgeir Orra úr Stop Wait Go. „Lagið er í raun og veru um það að við séum búnir að vera í loftinu í áratug og ætlum að fagna því í Laugardalshöllinni. Á kvöldi sem aldrei verður toppað. Við hverju geta tónleikagestir búist? „Við erum búnir að sanka að okkur geggjuðu tónlistarfólki sem ætlar að troða þarna upp með okkur afmælisbörnunum en svo mun Basehunter loka kvöldinu,“ ,segir Auðunn augljóslega vel peppaður. Meðal glæsilegra gesta á afmælistónleikunum verða þau Frikki Dór, Bríet, Aron Can, Birgitta Haukdal, Clubdub, Jóhanna Guðrún, Sverrir Bergmann, Flóni, Birnir og Sveppi.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira