Valenca mætir Andorra í ACB-deildinni á Spáni í dag en á vefsíðu Valencia kemur fram að Martin verði ekki með liðinu í leiknum. Þar segir einfaldlega að hann sé fjarri góðu gamni vegna meiðsla á hægri ökkla en ekki kemur fram hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi hann verður frá.
Martin átti sannkallaðan stórleik í síðasta leik Valencia en hann setti félagsmet er liðið lagði Levallois í Evrópubikarnum á miðvikudagskvöld. Gaf landsliðsmaðurinn 11 stoðsendingar í leiknum og tapaði honum aldrei.
Valencia er í 4. sæti ACB-deildarinnar með 40 stig, tveimur stigum minna en Real Madríd sem situr í 2. sæti og sex stigum minna en topplið Barcelona.