Forráðamenn AGF ætluðu sér ekki að spila Jón Degi Þorsteinssyni aftur þar sem samningur hans rennur út í sumar. Félagið hafði hins vegar tapað þremur leikjum í röð og var allt í einu í bullandi fallbaráttu. Því var ákveðið að kalla Jón Dag inn í byrjunarliðið er AGF heimsótti OB.
Hann og Mikael Anderson voru báðir í byrjunarliði AGF sem og Jack Wilshere, fyrrverandi leikmaður Arsenal sem og fleiri liða á Englandi. Enginn Aron Elís Þrándarson var sjáanlegur í leikmannahóp OB í dag.
Jakob Breum Martinsen kom OB yfir á 6. mínútu leiksins og reyndist það sigurmarkið, lokatölur 1-0. Mikael spilaði allan leikinn á meðan Jón Dagur var tekinn af velli á 68. mínútu.
Atli Barkarson spilaði allan leikinn í 3-0 útisigri SönderjyskE á Vejle. Kristófer Ingi Kristinsson kom inn af bekknum hjá SönderjyskE á 63. mínútu er staðan var orðin 3-0. Nokkrum mínútum þar á undan hafði Atli nælt sér í gult spjald.
Vi vinder 3-0 i Vejle. Mål af Peter Christiansen, Emil Frederiksen og Emil Kornvig Sæsonens første udesejr og vores første sejr i Vejle i Superliga-historien Godkendt søndag i Nørreskoven #vbsje #sldk pic.twitter.com/JW0eoEzDCq
— SønderjyskE Fodbold (@SEfodbold) May 1, 2022
Staðan í fallumspili dönsku úrvalsdeildarinnar er þannig þegar fjórar umferðir eru eftir að SönderjuskE er á botni deildarinnar með 20 stig. Vejle er þar fyrir ofan með 22 stig á meðan AGF er í 10. sæti með 28 stig. Neðstu tvö liðin falla.